Lífið

Rokkað á þaki Turnsins

Rokkararnir í Nögl við tökur á myndbandinu uppi á þaki Turnsins í Kópavogi.
Rokkararnir í Nögl við tökur á myndbandinu uppi á þaki Turnsins í Kópavogi.

„Þetta var alveg magnað,“ segir Kristófer Eðvarðsson úr rokksveitinni Nögl.

Hluti nýs myndbands sveitarinnar við útgáfu hennar af jólalaginu Snjókorn falla var tekinn uppi á þaki Turnsins í Kópavogi. „Það skemmtilega við þetta er að það var akkúrat snjór þennan dag en það hafði ekki snjóað lengi. Það var ískalt þarna uppi og hrikalegt útsýni,“ segir Kristófer.

Nögl hefur þar með skráð sig á spjöld sögunnar því hún er fyrsta hljómsveitin sem tekur upp myndband þarna. „Við þurftum að fá leyfi frá forráðamönnum okkar. Þótt við séum allir komnir yfir lögaldur vildi karlinn ekki taka sénsinn á að við myndum klikkast og hoppa niður,“ segir hann og á þar við húsvörðinn í Turninum. Myndbandið verður frumsýnt á síðunni Tónlist.is og víðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.