Lífið

Jenna hjá Opruh

Efast um starfsval sitt Jenna Jameson segist oft sjá eftir starfsvali sínu.
Efast um starfsval sitt Jenna Jameson segist oft sjá eftir starfsvali sínu.

Klámmyndastjarnan Jenna Jameson var gestur í spjallþætti Opruh Winfrey fyrir stuttu og sagði þar frá ferli sínum innan klámiðnaðarins.

„Það mikilvægasta var að hafa farið í brjóstastækkun og ég hef farið í nokkrar slíkar aðgerðir. Það voru held ég stærstu mistök sem ég hef gert. Við þurftum stanslaust að sóla okkur til að viðhalda brúnkunni, fara í vax og plokka augabrúnirnar. Þetta er stanslaus afskræming líkamans," sagði Jameson, en hún gaf út ævisögu sínar fyrir nokkru og þar kemur fram að hún var fórnalamb hópnauðgunar sem unglingsstúlka.

Aðspurð sagðist hún oft efast um að hún hafi breytt rétt með því að láta leiðast út í þennan bransa. „Þetta var eitthvað sem ég gerði vel og ég vissi að ég gat stórgrætt. En ég efast oft um að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Einhvern daginn mun ég þurfa að segja sonum mínum frá fortíð minni og ég kvíði því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.