ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna 13. maí 2009 12:17 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira