Sport

Bolt: Ég efast um að ég slái heimsmetið í 200 metrunum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic photos/AFP

Nafn spretthlauparans Usain Bolt frá Jamaíku er á flestra vörum í dag eftir ótrúlegt heimsmet hans í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Berlín í gærkvöld þegar hann hljóp á 9,58 sekúndum.

Bolt bætti þá eigið heimsmet sem var 9,69 sekúndur og var sett á Ólympíuleikunum í Peking en helsti keppinautur hans, Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay, hljóp á 9,71 sekúndu í gærkvöld.

Búist er við harðri baráttu á milli kappanna á nýjan leik í 200 metra hlaupinu á morgun.

„Ég efast um að ég slái heimsmetið í 200 metrunum. Ég er nýbúinn að taka heimsmeistaratitilinn af Gay í 100 metrunum og ég efast um að hann muni mæta brosandi til leiks í 200 metrunum. Þetta verður erfitt hlaup en ég mun njóta þess að keppa og hlaupa hjartað úr mér," segir Bolt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×