Viðskipti innlent

Krónan veikist enn á nýju ári

Krónan byrjar árið ekki með besta móti. Gengisvísitalan stendur í 217,3 stigum sem merkir að hún hefur veikst um 0,5 prósent frá síðasta viðskiptadegi.

Síðasta ár var krónunni afar slæmt en gengi krónunnar hrundi um 44 prósent. Fallið er mismikið gagnvart helstu viðskiptamyntum. Þannig kostar Bandaríkjadalur nú 122,5 krónur, sem er 95 prósentum meira en fyrir ári. Ein dönsk króna krostar 22,7 krónur, sem er 83 prósentum meira en í fyrra og ein evra stendur í 171 krónu, sem er 85 prósentum meira en um síðustu áramót.

Breska pundið, sem sömuleiðis féll á árinu, kostar nú 177 krónur íslenskar, sem er 43 prósentum meira en fyrir ári síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×