Lífið

Allt að gerast hjá Merzedes Club - myndir

Kosning netverja gildir á móti dómnefndinni um dansatriði ársins en undanfarin þrjú ár hafa; Basshunter, Ultrabeat VS. Darren Styles og Alex C. Feat. Yass unnið þessa keppni sem hefur staðið yfir árlega frá því 2001.
Kosning netverja gildir á móti dómnefndinni um dansatriði ársins en undanfarin þrjú ár hafa; Basshunter, Ultrabeat VS. Darren Styles og Alex C. Feat. Yass unnið þessa keppni sem hefur staðið yfir árlega frá því 2001.

Hljómsveitin Merzedes Club er tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir „dansakt" (dansatriði) ársins en aðeins eitt lag er valið frá hverju landi.

 

Lagið og myndbandið Frelsi á vefsíðunni http://www.eurodanceweb.net varð fyrir vali dómnefndar sem skipar plötusnúða, útgefendur og framleiðendur.

Söngkonan er vel tennt svo mikið er víst!

Ekki er hægt að sækja um þátttöku í þessari keppni heldur kom tilkynning til Merzedes Club um að þau hefðu verið valin inn í keppnina.

 

Ekki hefur íslenskt atriði verið valið inn í þessa keppni áður.

 

Hægt er að kjósa hér:

 

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Portúgal við tökur á óútkomnu myndbandi sveitarinnar og í kringum tónleika sem hún hélt þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.