Helvítis fokking fokk á forsíðu Hrunsins 5. júní 2009 05:00 Lifi byltingin Gunnar sagði það sem brann á þjóðinni. Gunnar Már Pétursson myndlistarmaður er maðurinn sem færði fólkinu hin fögru orð: Helvítis fokking fokk! á skilti í mótmælunum á Austurvelli fyrr á þessu ári. Þessi fleygu orð urðu að hálfgerðri tákngervingu íslenska efnahagshrunsins, komu fyrir í Skaupinu þar sem Jón Gnarr gaf fólki innsýn inn í hvernig þetta skilti varð til. Og nú prýðir Gunnar bókakápuna á bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið, en hún fékkst með góðfúslegu leyfi Gunnars. „Það er afskaplega sérstakt að hafa öskrað eitthvað út úr sér sem svo margir geta tekið til sín og heimfært yfir á sig og sínar aðstæður,“ segir Gunnar. „Ef fólk getur það þá er það bara frábært.“ Gunnar var mjög sýnilegur í byltingunni og skiltið varð á örskammri stundu heimsfrægt á Íslandi. „Stærsta krafan var að stjórnin færi frá og hún gerði það. Svo er það fyrst núna sem maður sér einhverjar rannsóknir á ólöglegum viðskiptum.“ Gunnar bindur vonir við að þær rannsóknir haldi áfram. Óneitanlega leitar hugurinn til frægrar myndar af Che Guevara fyrir kúbversku byltinguna. „Ég ætla nú ekki að fara að ætla henni sama stall og Che Guevara. En hún mun lifa eitthvað. Hún er búin að birtast það oft. Það eru örugglega nokkrar táknmyndir sem koma upp í hugann á fólki, hvort sem þær eru tíu eða tuttugu.“ -kbs Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Gunnar Már Pétursson myndlistarmaður er maðurinn sem færði fólkinu hin fögru orð: Helvítis fokking fokk! á skilti í mótmælunum á Austurvelli fyrr á þessu ári. Þessi fleygu orð urðu að hálfgerðri tákngervingu íslenska efnahagshrunsins, komu fyrir í Skaupinu þar sem Jón Gnarr gaf fólki innsýn inn í hvernig þetta skilti varð til. Og nú prýðir Gunnar bókakápuna á bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið, en hún fékkst með góðfúslegu leyfi Gunnars. „Það er afskaplega sérstakt að hafa öskrað eitthvað út úr sér sem svo margir geta tekið til sín og heimfært yfir á sig og sínar aðstæður,“ segir Gunnar. „Ef fólk getur það þá er það bara frábært.“ Gunnar var mjög sýnilegur í byltingunni og skiltið varð á örskammri stundu heimsfrægt á Íslandi. „Stærsta krafan var að stjórnin færi frá og hún gerði það. Svo er það fyrst núna sem maður sér einhverjar rannsóknir á ólöglegum viðskiptum.“ Gunnar bindur vonir við að þær rannsóknir haldi áfram. Óneitanlega leitar hugurinn til frægrar myndar af Che Guevara fyrir kúbversku byltinguna. „Ég ætla nú ekki að fara að ætla henni sama stall og Che Guevara. En hún mun lifa eitthvað. Hún er búin að birtast það oft. Það eru örugglega nokkrar táknmyndir sem koma upp í hugann á fólki, hvort sem þær eru tíu eða tuttugu.“ -kbs
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira