Glóðarsteiking borgarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 11. ágúst 2009 00:01 Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðarlistar smáborgarans, eins og bókabéusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón. Ég skelli þó skollaeyrum við þusi þess bókvitra og horfi alltaf andaktug á eiginmanninn við ameríska gasgrillið okkar. Slík glóðarsteiking þykir mér ein mergjaðasta táknmynd íslenskrar hamingju. Af því einu að finna ilm af steik stikna á teinum stendur mér samstundis fyrir hugskotssjónum blómum skreytt verönd, þar sem börn bregða á leik, sæt kona ber fram litríkt salat og við grillið stendur sterklegur fjölskyldufaðir klæddur svuntu með sniðugri áletrun; gjöf til hans frá vinunum úr golfinu eða old boys-boltanum. Það er þráin eftir glötuðum tíma sem vekur upp þessi hughrif hjá mér um þessar mundir. Sú var tíðin að fólk hafði almennt ekki á tilfinningunni að stoðir velferðarkerfisins gætu hrunið þá og þegar, flug rússneskra herflugvéla væri ógn við land og þjóð, heimsfaraldur kenndum við svín ætti eftir að dynja yfir og Íslendingar hættu að vera til nema þeir gengjust við himinháum skuldum einhverra karlfauska. Ég man þá tíð þegar Ísland var best í heimi og Íslendingum allir vegir færir. Ég man eftir að hafa fundið sterklega fyrir þessari tilfinningu sem barn við kolagrill á Skaganum þar sem ég horfði á Jón Pál á sviði. Grillið og hamingjan voru bundin órjúfanlegum böndum frá fyrstu tíð í huga mér. Ég átti mér því einskis ills von þarna á svölunum í gær og ákvað á smella kossi á þann heittelskaða, svona til að reyna blanda gleðilegum minningum við það sem varir. Í augnablik hvarflaði maðurinn minn augum sínum af steikinni og það var eins og við manninn mælt. Illskulegur mávur sem hnitað hafði hringa yfir okkur steypti sér niður og stal einni steikinni. Fleiri illfygli gerðu tilraun til þess sama en maðurinn minn hratt þeim á brott með því einu að veifa grilltönginni eins og riddara Garðabæjar einum sæmir. Kannski er það vegna þess hve mjög ég kann að meta grillmennsku að ég snöggreiddist og kallaði á eftir mávinum. „Veistu ekki að Gísli Marteinn býr í þessari götu!" Ránfuglinum virtist standa gersamlega á sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Í gær grillaði maðurinn minn á svölunum. Hann er annálaður grillari enda hófsamur lífskúnstner fram í fingurgóma. Slíkir menn hafa undantekningarlaust ánægju af því að grilla á svölum; fá sér einn til tvo bjóra og heilsa gangandi vegfarendum kumpánlega. Hann er meistari hinnar göfugu matargerðarlistar smáborgarans, eins og bókabéusinn vinur minn kallar grillmennsku með fyrirlitningartón. Ég skelli þó skollaeyrum við þusi þess bókvitra og horfi alltaf andaktug á eiginmanninn við ameríska gasgrillið okkar. Slík glóðarsteiking þykir mér ein mergjaðasta táknmynd íslenskrar hamingju. Af því einu að finna ilm af steik stikna á teinum stendur mér samstundis fyrir hugskotssjónum blómum skreytt verönd, þar sem börn bregða á leik, sæt kona ber fram litríkt salat og við grillið stendur sterklegur fjölskyldufaðir klæddur svuntu með sniðugri áletrun; gjöf til hans frá vinunum úr golfinu eða old boys-boltanum. Það er þráin eftir glötuðum tíma sem vekur upp þessi hughrif hjá mér um þessar mundir. Sú var tíðin að fólk hafði almennt ekki á tilfinningunni að stoðir velferðarkerfisins gætu hrunið þá og þegar, flug rússneskra herflugvéla væri ógn við land og þjóð, heimsfaraldur kenndum við svín ætti eftir að dynja yfir og Íslendingar hættu að vera til nema þeir gengjust við himinháum skuldum einhverra karlfauska. Ég man þá tíð þegar Ísland var best í heimi og Íslendingum allir vegir færir. Ég man eftir að hafa fundið sterklega fyrir þessari tilfinningu sem barn við kolagrill á Skaganum þar sem ég horfði á Jón Pál á sviði. Grillið og hamingjan voru bundin órjúfanlegum böndum frá fyrstu tíð í huga mér. Ég átti mér því einskis ills von þarna á svölunum í gær og ákvað á smella kossi á þann heittelskaða, svona til að reyna blanda gleðilegum minningum við það sem varir. Í augnablik hvarflaði maðurinn minn augum sínum af steikinni og það var eins og við manninn mælt. Illskulegur mávur sem hnitað hafði hringa yfir okkur steypti sér niður og stal einni steikinni. Fleiri illfygli gerðu tilraun til þess sama en maðurinn minn hratt þeim á brott með því einu að veifa grilltönginni eins og riddara Garðabæjar einum sæmir. Kannski er það vegna þess hve mjög ég kann að meta grillmennsku að ég snöggreiddist og kallaði á eftir mávinum. „Veistu ekki að Gísli Marteinn býr í þessari götu!" Ránfuglinum virtist standa gersamlega á sama.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun