Körfubolti

Sveinbjörn Claessen sleit krossband gegn KR

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sveinbjörn Claessen.
Sveinbjörn Claessen. Mynd/Vilhelm

ÍR-ingar urðu fyrir gríðarlegu áfalli þegar í ljós kom að landsliðsmaðurinn sterki Sveinbjörn Claessen sleit krossband í leiknum gegn KR í Iceland Express-deildinni um síðustu helgi.

Meiðslin þýða það að Sveinbjörn spilar ekki meira með ÍR á þessu tímabili en er staðráðinn í því að koma enn sterkari til baka eftir meiðslin.

„Framundan er nýtt verkefni sem ég mun kljást við og sinna vel og koma tvíefldur til leiks á ný með ÍR næsta tímabil. Það er orðið allt of langt síðan ÍR varð Íslandsmeistari og löngu kominn tími á þann stóra. Metnaðurinn til að ná fara alla leið með liðinu mínu mun án vafa halda mér einbeittum til að ná góðum og skjótum bata," segir Sveinbjörn í viðtali á heimasíðu ÍR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×