Handbolti

Rhein-Neckar Löwen í undanúrslit - Guðjón Valur frábær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson lék vel fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson lék vel fyrir Rhein-Neckar Löwen. Mynd/GettyImages

Guðjón Valur Sigurðsson átti frábæran leik í dag þegar Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með átta marka sigri á rússneska liðinu Medvedi Chechov, 36-28.

Rhein-Neckar Löwen þurfti að vinna upp tveggja marka mun frá því í fyrri leiknum í Rússlandi sem Guðjón Valur og félagar töpuðu 31-33. Það munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik en frábær seinni hálfleikur hjá liðinu tryggði sannfærandi sigur.

Guðjón Valur skoraði 7 mörk í leiknum og lék stórt hlutverk í sóknarleik liðsins. Hans framlag var enn mikilvægara þar sem Pólverjinn snjalli Gregorz Tkaczyk gat ekki spilað vegna meiðsla.

Rhein-Neckar Löwen verður í pottinum ásamt Ciudad Real (Ólafur Stefánsson), Kiel (Alfreð Gíslason) og HSV Hamburg þegar dregið verður á þriðjudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×