Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka 29. maí 2009 10:32 Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira