Bíó og sjónvarp

17 myndir á Bíódögum

Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskólabíói.
Japanska Óskarsverðlaunamyndin verður sýnd á Bíódögum í Háskólabíói.
Sautján myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni Bíódagar sem verður haldin í Háskólabíói 17. apríl til 4. maí á vegum Græna ljóssins. Opnunarmyndin verður Me and Bobby í leikstjórn Friðriks Guðmundssonar sem fjallar um samskipti Sæmundar Pálssonar og skáksnillingsins Bobbys Fischer.

Á meðal annarra mynda verður Man on Wire, sem hlaut Óskarinn sem besta heimildarmyndin. Hún fjallar um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi „listræna glæp aldarinnar” árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar.

Einnig verða sýndar Okuribito frá Japan, sem fékk Óskarinn í ár sem besta erlenda myndin, Frozen River, sem hlaut tvær Óskarstilnefningar, Slacker Uprising eftir Michael Moore þar sem hann heldur fyrirlestra í bandarískum háskólum, þýska myndin Die Welle og Two Lovers með Joaquin Phoenix og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Önnur áhugaverð mynd er Gomorra sem fjallar um innviði ítölsku mafíunnar. Hún vann Gullpálmann á Cannes-hátíðinni og BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda myndin.

Miðasala á Bíódaga mun fara fram á Midi.is og þar verður einnig hægt að nálgast sýningardagskrána í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×