Sport

Einar Daði bætti árangur Sveins Elíasar og Jóns Arnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi.
Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi. Mynd/Eyþór

Einar Daði Lárusson, ÍR, bætti í gær unglingamet í flokki 19-20 ára í tugþraut er hann hlaut 7394 stig á móti í Kladno í Tékklandi í gær.

Þar með bætti hann tveggja ára gamalt met Sveins Elíasar Elíasarsonar um rúm 100 stig. Þá bætti hann einnig árangur Jóns Arnars Magnússonar í unglingaflokki með fullorðinsáhöldum en hann náði mest 7351 stigi árið 1989.

Einar Daði bætti árangur sinn í sex greinum á mótinu og jafnaði einnig sinn besta árangur í stangarstökki. Hann náði með þessu lágmarki fyrir EM unglinga nítján ára og yngri sem fer fram í Serbíu í næsta mánuði.

Hann varð í öðru sæti á mótinu, aðeins tíu stigum á eftir sigurvegaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×