Nýtt skref á gömlum grunni Þorsteinn Pálsson skrifar 18. júlí 2009 06:00 Umræðurnar um Evrópusambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnislegum röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum. Allt um það er ánægjulegt að nú liggur fyrir að látið verður reyna á hvort viðræður um aðildarumsóknina leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti þjóðarinnar getur fallist á. Með þessari ákvörðun er stigið skref sem líta verður á sem rökrétt framhald af þeirri hugmyndafræði sem lá að baki aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Bandalagið er hins vegar ekki lengur sá burðarás í samstarfi Evrópuþjóðanna sem það var áður. Utanríkis-pólitísk kjölfesta Íslands hefur veikst að sama skapi. Evrópusambandið er þar af leiðandi eðlilegur og nauðsynlegur vettvangur fyrir Íslendinga til þess tryggja sömu hagsmuni og verja sömu hugsjónir og lengst af hafa ráðið utanríkis-stefnunni. Hrun gjaldmiðilsins gerir það svo að verkum að brýnna er en nokkru sinni fyrr að hraða því svo sem nokkur kostur er að launafólk og atvinnufyrirtæki fái samkeppnishæfan gjaldmiðil til að vinna með. Evran er eini raunhæfi kosturinn í því efni. Staðreynd er að sjávarútvegur og landbúnaður geta ekki vegna náttúrulegra takmarkana staðið undir auknum hagvexti. Önnur atvinnustarfsemi mun ekki gera það heldur nema hún njóti sömu samkeppnisskilyrða og sama stöðugleika og helstu viðskiptaþjóðirnar. Um þetta snýst hagsmunamatið.Setja mátti gaffal á SamfylkingunaStjórnarandstöðuflokkarn-ir greiddu að uppistöðu til atkvæði á móti umsókninni. Í málflutningi forystumanna þeirra kom þó fram að þeir væru ekki andstæðir aðildarviðræðum. Í því ljósi má ætla að stuðningur við framgang aðildarviðræðna geti í raun verið víðtækari en atkvæðagreiðslan ein og sér gefur til kynna.Á sínum tíma var samstaða þriggja flokka um kjarna utanríkis-stefnunnar. Styrkur hennar fólst í þeirri samstöðu. Fyrir þær sakir er gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna á margan hátt skiljanleg. Það er ámælisvert í svo stóru máli að forsætisráðherra skuli ekki hafa gengið lengra til þess að brúa bilið í málinu.Kröfur stjórnarandstöðunnar um úrslitavald þjóðarinnar að lokinni umfjöllun og ákvörðun Alþingis um væntanlegan samning voru bæði eðlilegar og réttmætar. Komi væntanlegur samningur fyrst til kasta Alþingis mun það kosta stjórnarslit á þeim tímapunkti með því að VG getur ekki lagt samning sem það er á móti fyrir þingið.Eina haldbæra skýringin á því að Samfylkingin sýnist hafa keypt stuðning við aðildarviðræður með loforði um að leiða málið fram hjá Alþingi þegar samningurinn liggur fyrir felst í þessum úrslitakostum VG, andstæðinga málsins.Stjórnarandstaðan hefði hins vegar getað sett gaffal á Samfylkinguna með stuðningi við aðildarviðræður gegn loforði um að væntanlegur samningur yrði lagður fyrir þjóðina til úrslitaákvörðunar eftir umfjöllun Alþingis. Þá hefði Samfylkingin þurft að velja milli tveggja kosta: Breiðfylkingar um málið eða hálfan stuðning flokks sem ætlar síðan að vinna gegn aðildarsamningnum þegar þar að kemur.Stjórnarandstaðan kaus að leiða Samfylkinguna ekki í þessa erfiðu klípu. Hvers vegna?Ánægjulegt var að sjá tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, halda fast á þeim hugsjónakyndli í utanríkismálum sem gengnir forystumenn flokksins höfðu framsýni til að tendra með því að hafa forystu um að skipa Íslandi í sveit lýðræðisþjóðanna í Evrópu.Framhaldið kallar á samstöðuÍ flestum þjóðþingum, ekki síst á Norðurlöndum, keppast menn við að ná breiðri samstöðu um grundvöll utanríkis-stefnunnar. Þannig var það einnig hér.Af málflutningi margra talsmanna VG má ráða að þeir líta svo á að með atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag hafi þeim tekist að koma þessu máli aftur fyrir sig. Það er ekki svo. Nú tekur þetta mál fyrst við í fullri alvöru. Þegar viðræður hefjast, væntanlega í byrjun næsta árs, mun reyna daglega á ríkisstjórnina í ákvörðunum um framgang málsins.Um leið og mikilvægu skrefi er fagnað er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af framhaldinu. Hjá því getur ekki farið að andstaða annars stjórnarflokksins við aðild hlýtur að valda margvíslegum erfiðleikum á þeirri för sem nú er hafin. Hætt er við að þau fótakefli verði að stærri pólitískum viðburðum en efni standa til vegna þess að þeir munu öðrum þræði snúast um líf ríkisstjórnarinnar.Utanríkisráðherra er því vandi á höndum. Umsókn dugar skammt ef ekki ríkir gagnkvæmt traust á málsmeðferðinni sem líklegt er til að leiða til ásættanlegrar niðurstöðu. Vegvísirinn sem utanríkisnefnd undir farsælli stjórn Árna Þórs Sigurðssonar tók upp eftir tillögu stjórnarandstöðunnar er mikilvæg umgjörð um þann feril.Þetta mál er hins vegar af þeirri stærðargráðu að á einhverju stigi kann að vera nauðsynlegt að breikka samstöðuna með þjóðstjórn. Ríkisstjórnin var mynduð til að herða á hugmyndafræðilegum ágreiningi. Aðstæður kalla hins vegar á hugmyndafræðilega sáttaviðleitni. Framganga þessa máls mun þegar á líður kalla enn frekar á viðleitni í þá átt. Spurningin er: Tekur einhver forystu þar um? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Umræðurnar um Evrópusambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnislegum röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum. Allt um það er ánægjulegt að nú liggur fyrir að látið verður reyna á hvort viðræður um aðildarumsóknina leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti þjóðarinnar getur fallist á. Með þessari ákvörðun er stigið skref sem líta verður á sem rökrétt framhald af þeirri hugmyndafræði sem lá að baki aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Bandalagið er hins vegar ekki lengur sá burðarás í samstarfi Evrópuþjóðanna sem það var áður. Utanríkis-pólitísk kjölfesta Íslands hefur veikst að sama skapi. Evrópusambandið er þar af leiðandi eðlilegur og nauðsynlegur vettvangur fyrir Íslendinga til þess tryggja sömu hagsmuni og verja sömu hugsjónir og lengst af hafa ráðið utanríkis-stefnunni. Hrun gjaldmiðilsins gerir það svo að verkum að brýnna er en nokkru sinni fyrr að hraða því svo sem nokkur kostur er að launafólk og atvinnufyrirtæki fái samkeppnishæfan gjaldmiðil til að vinna með. Evran er eini raunhæfi kosturinn í því efni. Staðreynd er að sjávarútvegur og landbúnaður geta ekki vegna náttúrulegra takmarkana staðið undir auknum hagvexti. Önnur atvinnustarfsemi mun ekki gera það heldur nema hún njóti sömu samkeppnisskilyrða og sama stöðugleika og helstu viðskiptaþjóðirnar. Um þetta snýst hagsmunamatið.Setja mátti gaffal á SamfylkingunaStjórnarandstöðuflokkarn-ir greiddu að uppistöðu til atkvæði á móti umsókninni. Í málflutningi forystumanna þeirra kom þó fram að þeir væru ekki andstæðir aðildarviðræðum. Í því ljósi má ætla að stuðningur við framgang aðildarviðræðna geti í raun verið víðtækari en atkvæðagreiðslan ein og sér gefur til kynna.Á sínum tíma var samstaða þriggja flokka um kjarna utanríkis-stefnunnar. Styrkur hennar fólst í þeirri samstöðu. Fyrir þær sakir er gagnrýni stjórnarandstöðuflokkanna á margan hátt skiljanleg. Það er ámælisvert í svo stóru máli að forsætisráðherra skuli ekki hafa gengið lengra til þess að brúa bilið í málinu.Kröfur stjórnarandstöðunnar um úrslitavald þjóðarinnar að lokinni umfjöllun og ákvörðun Alþingis um væntanlegan samning voru bæði eðlilegar og réttmætar. Komi væntanlegur samningur fyrst til kasta Alþingis mun það kosta stjórnarslit á þeim tímapunkti með því að VG getur ekki lagt samning sem það er á móti fyrir þingið.Eina haldbæra skýringin á því að Samfylkingin sýnist hafa keypt stuðning við aðildarviðræður með loforði um að leiða málið fram hjá Alþingi þegar samningurinn liggur fyrir felst í þessum úrslitakostum VG, andstæðinga málsins.Stjórnarandstaðan hefði hins vegar getað sett gaffal á Samfylkinguna með stuðningi við aðildarviðræður gegn loforði um að væntanlegur samningur yrði lagður fyrir þjóðina til úrslitaákvörðunar eftir umfjöllun Alþingis. Þá hefði Samfylkingin þurft að velja milli tveggja kosta: Breiðfylkingar um málið eða hálfan stuðning flokks sem ætlar síðan að vinna gegn aðildarsamningnum þegar þar að kemur.Stjórnarandstaðan kaus að leiða Samfylkinguna ekki í þessa erfiðu klípu. Hvers vegna?Ánægjulegt var að sjá tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, halda fast á þeim hugsjónakyndli í utanríkismálum sem gengnir forystumenn flokksins höfðu framsýni til að tendra með því að hafa forystu um að skipa Íslandi í sveit lýðræðisþjóðanna í Evrópu.Framhaldið kallar á samstöðuÍ flestum þjóðþingum, ekki síst á Norðurlöndum, keppast menn við að ná breiðri samstöðu um grundvöll utanríkis-stefnunnar. Þannig var það einnig hér.Af málflutningi margra talsmanna VG má ráða að þeir líta svo á að með atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag hafi þeim tekist að koma þessu máli aftur fyrir sig. Það er ekki svo. Nú tekur þetta mál fyrst við í fullri alvöru. Þegar viðræður hefjast, væntanlega í byrjun næsta árs, mun reyna daglega á ríkisstjórnina í ákvörðunum um framgang málsins.Um leið og mikilvægu skrefi er fagnað er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af framhaldinu. Hjá því getur ekki farið að andstaða annars stjórnarflokksins við aðild hlýtur að valda margvíslegum erfiðleikum á þeirri för sem nú er hafin. Hætt er við að þau fótakefli verði að stærri pólitískum viðburðum en efni standa til vegna þess að þeir munu öðrum þræði snúast um líf ríkisstjórnarinnar.Utanríkisráðherra er því vandi á höndum. Umsókn dugar skammt ef ekki ríkir gagnkvæmt traust á málsmeðferðinni sem líklegt er til að leiða til ásættanlegrar niðurstöðu. Vegvísirinn sem utanríkisnefnd undir farsælli stjórn Árna Þórs Sigurðssonar tók upp eftir tillögu stjórnarandstöðunnar er mikilvæg umgjörð um þann feril.Þetta mál er hins vegar af þeirri stærðargráðu að á einhverju stigi kann að vera nauðsynlegt að breikka samstöðuna með þjóðstjórn. Ríkisstjórnin var mynduð til að herða á hugmyndafræðilegum ágreiningi. Aðstæður kalla hins vegar á hugmyndafræðilega sáttaviðleitni. Framganga þessa máls mun þegar á líður kalla enn frekar á viðleitni í þá átt. Spurningin er: Tekur einhver forystu þar um?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun