„Ég var ánægður með fyrstu 45 minúturnar og ósáttur við fyrstu fimmtán. Við vorum lengi í gang og það hefur háð okkur í mörgum leikjum en við höfum alltaf náð að snúa þessu okkur í hag," sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á Fylki í N1-deild kvenna í dag.
Heimastúlkur voru lengi í gang og Fylkir hafði yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins.
„Fylkir er með gott lið og það er kannski ekkert óeðlilegt að byrjunin sé erfið en það skiptir náttúrulega öllu máli að klára leikinn", sagði Stefán sáttur að lokum.