Barátta Oasis-bræðranna 1. september 2009 04:00 Allt frá stofnun Oasis árið 1991 hafa bræðurnir Noel og Liam Gallagher rifist eins og hundur og köttur. Núna er mælirinn loksins fullur hjá Noel, sem er hættur í sveitinni. Fréttablaðið rifjar upp helstu slagsmálin. Hingað til hafa bræðurnir alltaf náð sáttum eftir rifrildi sín en ekki í þetta skiptið. Ef litið er á það sem gengið hefur á hjá þeim undanfarin átján ár skal engan undra að Noel hafi loksins fengið nóg. Við brotthvarf Noels velta menn nú fyrir sér hvort sveitin muni halda áfram án aðallagahöfundar síns og gítarleikara. Ólíklegt er talið að Liam og félagar fái að starfa áfram undir Oasis-nafninu. Engu að síður mega þeir spila Oasis-lög á tónleikum en þurfa þó að greiða til þess stefgjöld sem myndu að mestu renna til Noels. Bræður munu berjast:Liam gallagher Heldur Liam áfram að syngja með Oasis án bróður síns? nordicphotos/gettyApríl 1994: Liam og Noel rífast í viðtali við NME. Upptaka með viðtalinu er gefin út ári síðan á smáskífu undir nafninu Wibbling Rivalry.September 1994: Fyrsta platan, Definitely Maybe, fer beint í efsta sætið í Bretlandi. Liam lemur Noel á sviði í Bandaríkjunum.September 1996: Liam hættir við tónleikaferð til Bandaríkjanna kortéri áður en flugvélin á að fara á loft. Tónleikaferðin hefst án Liams, sem flýgur síðan út til félaga sinna. Tveimur vikum síðar aflýsir Noel tónleikaferðinni eftir rifrildi við Liam.Maí 2000: Noel yfirgefur tónleikaferð Oasis um heiminn vegna ósættis við Liam. Hann segist ekki lengur geta verið í sama herbergi og bróðir sinn. Hljómsveitin heldur áfram að spila án hans.Desember 2002: Tónleikaferð er frestað eftir að átök á næturklúbbi í München leiða til handtöku Liams.Mars 2009: Noel viðurkennir í viðtali við tímaritið Q að honum sé illa við Liam.Júlí 2009: Noel segist ekki ætla að hefja sólóferil þrátt fyrir orðróm þess efnis.Ágúst 2009: Liam segir í viðtali við NME að þeir bræður talist varla við. Þeir ferðist ekki saman og hittist aðeins á sviðinu.Ágúst 2009: Liam hættir við að koma fram á V-hátíðinni á Englandi vegna barkabólgu.Ágúst 2009: Noel hættir í Oasis nokkrum mínútum áður en hann á að stíga á svið í París. Hann segist ekki geta starfað degi lengur með Liam. Drykkju Liams er kennt um. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Allt frá stofnun Oasis árið 1991 hafa bræðurnir Noel og Liam Gallagher rifist eins og hundur og köttur. Núna er mælirinn loksins fullur hjá Noel, sem er hættur í sveitinni. Fréttablaðið rifjar upp helstu slagsmálin. Hingað til hafa bræðurnir alltaf náð sáttum eftir rifrildi sín en ekki í þetta skiptið. Ef litið er á það sem gengið hefur á hjá þeim undanfarin átján ár skal engan undra að Noel hafi loksins fengið nóg. Við brotthvarf Noels velta menn nú fyrir sér hvort sveitin muni halda áfram án aðallagahöfundar síns og gítarleikara. Ólíklegt er talið að Liam og félagar fái að starfa áfram undir Oasis-nafninu. Engu að síður mega þeir spila Oasis-lög á tónleikum en þurfa þó að greiða til þess stefgjöld sem myndu að mestu renna til Noels. Bræður munu berjast:Liam gallagher Heldur Liam áfram að syngja með Oasis án bróður síns? nordicphotos/gettyApríl 1994: Liam og Noel rífast í viðtali við NME. Upptaka með viðtalinu er gefin út ári síðan á smáskífu undir nafninu Wibbling Rivalry.September 1994: Fyrsta platan, Definitely Maybe, fer beint í efsta sætið í Bretlandi. Liam lemur Noel á sviði í Bandaríkjunum.September 1996: Liam hættir við tónleikaferð til Bandaríkjanna kortéri áður en flugvélin á að fara á loft. Tónleikaferðin hefst án Liams, sem flýgur síðan út til félaga sinna. Tveimur vikum síðar aflýsir Noel tónleikaferðinni eftir rifrildi við Liam.Maí 2000: Noel yfirgefur tónleikaferð Oasis um heiminn vegna ósættis við Liam. Hann segist ekki lengur geta verið í sama herbergi og bróðir sinn. Hljómsveitin heldur áfram að spila án hans.Desember 2002: Tónleikaferð er frestað eftir að átök á næturklúbbi í München leiða til handtöku Liams.Mars 2009: Noel viðurkennir í viðtali við tímaritið Q að honum sé illa við Liam.Júlí 2009: Noel segist ekki ætla að hefja sólóferil þrátt fyrir orðróm þess efnis.Ágúst 2009: Liam segir í viðtali við NME að þeir bræður talist varla við. Þeir ferðist ekki saman og hittist aðeins á sviðinu.Ágúst 2009: Liam hættir við að koma fram á V-hátíðinni á Englandi vegna barkabólgu.Ágúst 2009: Noel hættir í Oasis nokkrum mínútum áður en hann á að stíga á svið í París. Hann segist ekki geta starfað degi lengur með Liam. Drykkju Liams er kennt um.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira