Sport

Brett Favre endanlega hættur

Favre er nú endanlega hættur
Favre er nú endanlega hættur NordicPhotos/GettyImages

Leikstjórnandinn Brett Favre hjá New York Jets í NFL deildinni tilkynnti í dag að hann væri hættur eftir glæstan 18 ára feril.

Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem kappinn leggur skóna á hilluna, en hann lék síðasta tímabilið á ferlinum með Jets.

Ári áður hafði hann tilkynnt að hann væri hættur þegar hann lék með Green Bay Packers, en hann ákvað að slá til og taka tilboði Jets um eina leiktíð til viðbótar.

Favre og félagar í Jets byrjuðu leiktíðina 8-3 og gerðu sér vonir um að gera góða hluti í úrslitakeppninni, en þangað náði liðið ekki eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildakeppninni.

Favre á fjölda meta í NFL deildinni, þar á meðal metið yfir flestar sendingar sem gefið hafa snertimörk - 464.

Favre var þrisvar kjörinn verðmætasti leikmaður ársins á ferlinum og vann Super Bowl einu sinni - árið 1997 með Green Bay Packers.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×