Töluverð lækkun varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun, alls staðar nema í Japan þar sem kauphallir eru lokaðar vegna almenns frídags.
Kemur lækkunin í kjölfar mikillar hlutabréfadýfu á Wall Street í gær en þar nægði loforð fjármálaráðherrans Timothy Geithner um nýja 2.000 milljarða dollara björgunaráætlun til handa bönkum og fjármálafyrirtækjum ekki til að vekja trú manna.
Þvert á móti þótti Geithner ekki geta útskýrt á fullnægjandi hátt hvernig þessi nýja vítamínsprauta ætti að virka og seldu fjárfestar því hlutabréf og keyptu gull fyrir ágóðann.