Lífið

Vill líkjast Leo

Efron ber mikla virðingu fyrir kollega sínum Leonardo DiCaprio.
Efron ber mikla virðingu fyrir kollega sínum Leonardo DiCaprio.

Leikarinn Zac Efron ætlar að taka sér Leonardo DiCaprio til fyrirmyndar þegar kemur að kvikmyndaferlinum. Ástæðan er sú að DiCaprio hefur leikið í mjög fjölbreyttum myndum, sem er einmitt það sem Efron langar að gera.

„Ég fylgist mjög vel með þróuninni á ferli Leos. Hann er besti mælikvarðinn fyrir mig. Það er magnað að sjá leikara halda jákvæðni sinni ár eftir ár og einbeita sér að vinnunni í von um að standa sig sem allra best,“ sagði hinn 22 ára Efron, sem sló í gegn í High School Musical-myndunum. Efron hefur einnig mikinn áhuga á að leika í James Bond-mynd í framtíðinni.

„Ég er mikill James Bond-aðdáandi. Ég væri til í að leika illmennið. Ég hef séð eiginlega allar Bond-myndirnar og Sean Connery er í mestu uppáhaldi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.