Sport

Sextándi Íslandsmeistaratitill Guðmundar í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Stephensen.
Guðmundur Stephensen.

Guðmundur Stephensen varð um helgina þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis og vann sinn sextánda sigur í röð í einliðaleik karla.

Guðmundur lagði félaga sinn hjá Víkingi, Magnús K. Magnússon, í úrslitaviðureigninni með fjórum lotum gegn engri.

Guðrún Björnsdóttir, KR, varð Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna eftir æsispennandi viðureign við Halldóru Ólafs úr Víkingi, 4-3. Guðrún lenti 3-1 undir í viðureigninni en náði að jafna og vinna svo öruggan sigur í úrslitalotunni, 11-3.

Guðrún varð einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna með Fríði Sigurðardóttur, KR.

Úrslitin á Íslandsmótinu 2009:

Meistaraflokkur karla:

1. Guðmundur Stephensen, Víkingi

2. Magnús K. Magnússon, Víkingi

3. Ingólfur Ingólfsson, KR

4. Kjartan Briem, KR

Meistaraflokkur kvenna:

1. Guðrún Björnsdóttir, KR

2. Halldóra Ólafs, Víkingi

3. Magnes Ólafs, Víkingi

4. Fríður Sigurðardóttir, KR

Tvíliðaleikur karla:

1. Guðmundur / Magnús

2. Kjartan / Ingólfur

3.-4. Kristján Jónsson / Bjarni Bjarnason

3.-4. Tryggvi Pétursson / Magnús

Tvíliliðaleikur kvenna:

1. Fríður / Guðrún

2. Halldóra / Magnes

3. Ásta Sigurðardóttir / Bergrún Björgvinsdóttir

4. Sigrún Tómasdóttir / Magnea Clausen

Tvenndarkeppni:

1. Guðmundur / Magnea

2. Magnús / Halldóra

3.-4. Ingólfur / Guðrún

3.-4. Kjartan / Fríður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×