Lífið

Frímann seldur til DR 2

Gunnar Hansson, skapari Frímanns, lýsir Frank sem miklum snillingi. Gunnar heimsótti Frank fyrir skemmstu, sá uppistands-sýninguna hans á Jótlandi og fór á smá pöbbarölt í Hortense.
F65011209 Frímann og
Gunnar Hansson, skapari Frímanns, lýsir Frank sem miklum snillingi. Gunnar heimsótti Frank fyrir skemmstu, sá uppistands-sýninguna hans á Jótlandi og fór á smá pöbbarölt í Hortense. F65011209 Frímann og
Sjónvarpsþáttaröð um ólíkindatólið og sjónvarpsmanninn Frímann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir. Þetta staðfesti skapari Frímanns, Gunnar Hansson, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar segir aðrar stöðvar á Norðurlöndunum fylgjast grannt með gangi mála, þær séu í það minnsta spenntar fyrir þessu sérstaka verkefni. „Þetta lítur allt saman vel út og við höfum heyrt af því að þeim þyki þetta vera mjög spennandi,“ segir Gunnar.

Það sem gerir þetta enn merkilegra er að þáttaröðin er ekki tilbúin sem gefur kannski ágætis mynd af því hversu spennandi þetta verkefni er. Gunnar og leikstjóri þáttanna, Ragnar Hansson, heimsóttu til að mynda Frank Kvam í Danmörku fyrir tveimur vikum en þetta var í annað sinn sem svona „undirbúningsfundur“ er haldinn. Fyrsti fundurinn var haldin í maí. Eiginlega tökur á þeim kafla hefjast nefnilega ekki fyrr en í janúar. „Við vildum ná honum á sviði með áhorfendum í sal og fórum að sjá alveg frábæra uppistands- sýningu í Hortense á Jótlandi,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi hlegið sig máttlausan yfir inngangi að flestum bröndurum Franks. „En svo kom „punch-línan“ og allir hlógu nema ég. Mjög sérstakt,“ segir Gunnar og veit ekki alveg hvernig hann á lýsa þessari tilfinningu. Hann var þó ákaflega ánægður með þennan fund. „Við vorum svona aðeins að þreifa á hvor öðrum. Því þó þetta sé alveg fyrirfram ákveðið þá er þetta líka spuni og við vorum svona aðeins að fikra okkur áfram,“ útskýrir Gunnar sem á varla nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill húmoristi Frank sé. „Hann er bara algjör snillingur.“

Og Gunnar segist hafa áttað sig á því hversu stór stjarna Frank er í Danmörku þegar þeir fóru á smá pöbbarölt eftir sýninguna. „Fólk snéri sig næstum úr hálsliðnum þegar hann gekk inn og þótt þetta hafi verið stutt heimsókn þá var hún alveg skelfilega skemmtileg.“ freyrgigja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.