Lífið

Gogoyoko komin í gagnið

Eldar Ástþórsson
Eldar Ástþórsson

Tónlistarverslunin og netsamfélagið gokoyoko.com er komið í gagnið. Til að byrja með sitja Íslendingar einir að síðunni, en fleiri lönd fylgja brátt í kjölfarið.

Gogoyoko gengur út á það að tónlistarmenn geti selt tónlist sína á netinu milliliðalaust. Síðan er því bæði fyrir tónlistarmenn og aðdáendur. Tónlistarmenn ákveða sjálfir hvað þeir rukka fyrir lög eða plötur og er vefsvæðið hugsað bæði fyrir listamenn á samningi sem og ósamningsbundna. Gogo-yoko tekur ekki skerf af tónlistar-sölunni, ef frá eru talin gjöld sem tengjast rétthafagjöldum og greiðslugáttakerfi. Listamenn fá þá 40 prósenta hlut af auglýsingatekjum síðunnar, í samræmi við spilun á tónlist þeirra. Þá renna 10 prósent til góðgerðarmála, restin til Gogoyoko.

Haukur Magnússon, einn stofnendanna segir þessa hugmyndafræði skilja vefinn frá öðrum tónlistarsíðum líkt og iTunes og tónlist.is. Hver er munurinn fyrir notendur? „Upplifunin fyrir notendur á sínu heimasvæði er þeir geta raðað lögum í spilarann sinn. Eins samfélagslegi hluti síðunnar. Það er rosalega gaman að fá að vera með frá byrjun og taka þátt í þróun síðunnar og samfélagsins. Við höfum haldið nokkrum einkennum frá þekktum vefsamfélögum en það sem á eftir að bætast við eru nýjungar og annað sem saman munu mynda ákveðna upplifun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.