Heimurinn er að losna undan taki kreppunnar 9. júlí 2009 11:15 Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri hagspá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins (AGS) er kreppan nú að losa um tak sitt á alheimshagkerfinu og bati, þó veikur sé, er í sjónmáli. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að spá Alþjóðagjaldeyrisjóðsins gerir ráð fyrir að hagkerfið á heimsvísu dragist saman um 1,4% á þessu ári, sem er í samræmi við fyrri spár sjóðsins. Spáin fyrir næsta ár hefur hins vegar verið uppfærð og gerir sjóðurinn nú ráð fyrir 2,5% hagvexti árið 2010, en í fyrri spá frá því í apríl var gert ráð fyrir innan við 2% vexti. Mestu munar þar um að sjóðurinn metur horfurnar nú mun skárri framundan í tveimur af stærstu hagkerfum heimsins, Bandaríkjunum og Japan. AGS spáir nú að hagvöxtur verði 0,8% í Bandaríkjunum árið 2010 eftir að hafa dregist saman um 2,6% á þessu ári. Þá gerir spáin ráð fyrir að japanska hagkerfið dragist saman um 6% á þessu ári en vaxti svo um 1,7% á næsta ári. Þetta eru mun bjartari spár en sáust fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan. Auk þessa hækkaði AGS spár sínar fyrir hagvöxt í ýmsum af stærstu nýmarkaðsríkjunum á næsta ári. Oliver Blanchard aðalhagfræðingur AGS sagði í gær, þegar spáin var kynnt, að öflin sem væru að draga alheimshagkerfið niður væru nú orðin veikari en áður en hinsvegar væru öflin sem draga hagkerfið upp á við ennþá afar veik. Batinn framundan verður því hægur en mestu munar þó um að batinn sé vissulega í sjónmáli. Sjóðurinn varar hinsvegar við að kreppan sé enn ekki að baki þrátt fyrir að erfiðasti hjallinn væri búinn, enda eru fjármálafyrirtæki ennþá veik og aðgengi að lánsfé skert.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira