Munu ekki hafa raunveruleg áhrif Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 5. mars 2009 06:00 Stuttu fyrir kosningar þarf að fara varlega í að breyta kosningalögum. Sérstaklega þegar kosningaundirbúningur er í raun hafinn. Mun eðlilegra og lýðræðislegra væri að slíkum lögum væri breytt, að undangenginni mikilli undirbúningsvinnu, í upphafi kjörtímabils, áður en þeir sem sitja á þingi og bera fram lagafrumvarpið verða helsjúkir af kosningaskjálfta. Það er þó ekki hægt að segja að þær breytingar sem voru til umræðu á Alþingi í gær, að framboðum gefist kostur á að velja á milli þess að bjóða fram óraðaðan eða raðaðan lista, sé róttæk breyting í eðli sínu eða að slík kosningalög muni leiða til mikilla umbreytinga á umhverfi íslenskra stjórnmála. Alþingiskosningarnar komandi munu nú, sem endranær, byggjast á framboðum flokka eða kosningabandalaga, líkt og kosningakerfið með úthlutun jöfnunarmanna gerir ráð fyrir. Persónukjörið verður því ekki algjört, líkt og er til dæmis í mun meira mæli á Írlandi, en möguleikar kjósenda til að hafa áhrif á mannaval gætu í sumum tilfellum aukist. Líklegt er þó að slík áhrif hafi frekar áhrif í þeim kosningum sem síðar koma, þar sem flestir flokkarnir hafa þegar ákveðið að bjóða fram raðaða lista, með því að halda prófkjör þessa dagana. Aukið persónukjör þarf ekki heldur að hafa mikil áhrif á nýju framboðin sem nú hafa tilkynnt um framboð, þar sem þeir sem munu í raun leiða lista hvers kjördæmis, eða vera talsmenn kjördæmisins, eiga meiri möguleika á að verða kjörnir til þings en aðrir þeir sem á listunum verða. Talsmennirnir munu fá meiri kynningu en aðrir á listanum, í gegnum fjölmiðlaumfjöllun, og munu því eiga meiri möguleika. Þá gerir frumvarp það sem rætt var um á þingi í gær einnig ráð fyrir að hægt verði að raða einungis hluta þeirra sem eru á listanum eða engum og taka því ekki afstöðu til allra eða nokkurs frambjóðenda. Óhægt er að segja til um hvert fylgi L-listans eða Borgarahreyfingarinnar verður í komandi kosningum, þar sem þessi framboð hafa ekki enn mælst í skoðanakönnunum. Hægt er þó nú að taka tillit til þess að í nýbirtum skoðanakönnunum voru um tvö prósent sem sögðust myndu kjósa annað framboð en þá sem nú sitja á þingi. Um tíu prósent til viðbótar voru óákveðnir. Miðað við hversu fylgið hefur verið mikið á hreyfingu síðan í október er ekki ólíklegt að staðan breytist, en hún gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni um að nýju framboðin nái inn mörgum þingmönnum í hverju kjördæmi. Því eru stjórnmálahreyfingar í raun að velja sér framboðsefnið með því að velja sér talsmann í kjördæmi. Breytingar á kosningalögunum nú verða því líklega breytinganna vegna, til að róa andóf og mótmæli almennings sem krefst breytinga, en munu varla hafa nokkur áhrif á raunverulegt val kjósenda á þingmönnum komandi þings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Stuttu fyrir kosningar þarf að fara varlega í að breyta kosningalögum. Sérstaklega þegar kosningaundirbúningur er í raun hafinn. Mun eðlilegra og lýðræðislegra væri að slíkum lögum væri breytt, að undangenginni mikilli undirbúningsvinnu, í upphafi kjörtímabils, áður en þeir sem sitja á þingi og bera fram lagafrumvarpið verða helsjúkir af kosningaskjálfta. Það er þó ekki hægt að segja að þær breytingar sem voru til umræðu á Alþingi í gær, að framboðum gefist kostur á að velja á milli þess að bjóða fram óraðaðan eða raðaðan lista, sé róttæk breyting í eðli sínu eða að slík kosningalög muni leiða til mikilla umbreytinga á umhverfi íslenskra stjórnmála. Alþingiskosningarnar komandi munu nú, sem endranær, byggjast á framboðum flokka eða kosningabandalaga, líkt og kosningakerfið með úthlutun jöfnunarmanna gerir ráð fyrir. Persónukjörið verður því ekki algjört, líkt og er til dæmis í mun meira mæli á Írlandi, en möguleikar kjósenda til að hafa áhrif á mannaval gætu í sumum tilfellum aukist. Líklegt er þó að slík áhrif hafi frekar áhrif í þeim kosningum sem síðar koma, þar sem flestir flokkarnir hafa þegar ákveðið að bjóða fram raðaða lista, með því að halda prófkjör þessa dagana. Aukið persónukjör þarf ekki heldur að hafa mikil áhrif á nýju framboðin sem nú hafa tilkynnt um framboð, þar sem þeir sem munu í raun leiða lista hvers kjördæmis, eða vera talsmenn kjördæmisins, eiga meiri möguleika á að verða kjörnir til þings en aðrir þeir sem á listunum verða. Talsmennirnir munu fá meiri kynningu en aðrir á listanum, í gegnum fjölmiðlaumfjöllun, og munu því eiga meiri möguleika. Þá gerir frumvarp það sem rætt var um á þingi í gær einnig ráð fyrir að hægt verði að raða einungis hluta þeirra sem eru á listanum eða engum og taka því ekki afstöðu til allra eða nokkurs frambjóðenda. Óhægt er að segja til um hvert fylgi L-listans eða Borgarahreyfingarinnar verður í komandi kosningum, þar sem þessi framboð hafa ekki enn mælst í skoðanakönnunum. Hægt er þó nú að taka tillit til þess að í nýbirtum skoðanakönnunum voru um tvö prósent sem sögðust myndu kjósa annað framboð en þá sem nú sitja á þingi. Um tíu prósent til viðbótar voru óákveðnir. Miðað við hversu fylgið hefur verið mikið á hreyfingu síðan í október er ekki ólíklegt að staðan breytist, en hún gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni um að nýju framboðin nái inn mörgum þingmönnum í hverju kjördæmi. Því eru stjórnmálahreyfingar í raun að velja sér framboðsefnið með því að velja sér talsmann í kjördæmi. Breytingar á kosningalögunum nú verða því líklega breytinganna vegna, til að róa andóf og mótmæli almennings sem krefst breytinga, en munu varla hafa nokkur áhrif á raunverulegt val kjósenda á þingmönnum komandi þings.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun