Gísli Íslandsmeistari í lyftingum 20. apríl 2009 08:30 Gísli Kristjánsson, til vinstri, og Erlendur Helgi Jóhannesson. Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs. Innlendar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira
Gísli Kristjánsson varð um helgina Íslandsmeistari í ólympískum lyftingum þar sem hann hlaut flest stig allra keppenda á Íslandsmótinu sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ um helgina. Alls mættu sjö keppendur til leiks og kepptu í fjórum þyngdarflokkum.69 kg flokkur Í 69 kg flokki keppti Aron Sigurþórsson, Ármanni. Hann snaraði 58 kg í annarri tilraun en mistókst naumlega við 65 kg í þriðju tilraun, sem hefði verið Íslandsmet unglinga. Aron jafnhattaði síðan 70 kg í fyrstu tilraun, 76 kg í annarri tilraun og mistókst aftur naumlega með 81 kg í jafnhöttun í þriðju tilraun, sem einnig hefði verið Íslandsmet. Það er ljóst að Aron mun fella þessi Íslandsmet innan skamms. Aron er Íslandsmeistari í 69 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Erlendur Helgi Jóhannesson.85 kg flokkur Erlendur Helgi Jóhannesson keppti í 85 kg flokki. Í fyrstu tilraun í snörun lyfti hann 92 kg, sem er Íslandsmet unglinga. Í annarri tilraun snaraði hann 96 kg og bætti þar með eigið met. Í þriðju tilraun mistókst honum naumlega að snara 100 kg. Þegar kom að jafnhendingu hóf Erlendur keppni á 113 kg og lyfti þvi auðveldlega. Sú lyfta var tvöfalt Íslandsmet unglinga því hún gaf met bæði í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. En Erlendur bætti um betur í næstu tveimur lyftum þar sem hann jafnhattaði fyrst 118 kg og síðan 121 kg. Báðar þessar lyftur voru tvöföld Íslandsmet og má segja að Erlendur hafi samtals sett átta unglingamet á mótinu. Eftir stendur þá að Erlendur á öll þrjú unglingametin í 85 kg flokki, í snörun, í jafnhöttun og í samanlögðum árangri. Erlendur er Íslandsmeistari í 85 kg flokki í ólympískum lyftingum 2009. Keppendur á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum. Frá vinstri eru Víkingur, Aron, Fróði, Ægir, Ásgeir, Gísli og Erlendur.94 kg flokkur Í 94 kg flokki voru þrír keppendur, Fróði Kristjánsson, Ármanni, Ægir Valsson, Ármanni, og Víkingur Eyjólfsson, Ármanni. Fróði snaraði 67 kg í annarri tilraun og 71 kg í þriðju tilraun. Hann jafnhattaði 92 kg í fyrstu, 97 kg í annarri og 100 kg í þriðju tilraun. Ægir snaraði 70 kg í fyrstu tilraun og 75 kg í annarri en mistókst með 80 kg í þriðju. Ægir átti í erfiðleikum í snöruninni vegna smávægilegra meiðsla en bætti um betur í jafnhöttuninni. Fyrsta jafnhöttunin var 112 kg og var það vandalaus lyfta. Önnur tilraun með 118 kg mistókst, en það hefði verið Íslandsmet unglinga. En Ægir var ekki af baki dottinn því hann óskaði þess að stöngin yrði þyngd í 120 kg, sem er enn meiri bæting á unglingametinu. Hann lyfti þeirri þyngd vandræðalaust og bætti þar með unglingametið um þrjú kg. Víkingur hóf keppni í snörun á 105 kg og tók þá lyftu nokkuð léttilega. Honum mistókst síðan við 110 kg í annarri og þriðju tilraun. Í jafnhöttun tók Víkingur 125 kg í fyrstu tilraun en mistókst síðan tvisvar við 130 kg. Víkingur er Íslandsmeistari í 94kg flokki í ólympískum lyftingum 2009, Ægir varð í öðru sæti og Fróði í þriðja. Ásgeir Bjarnason.+105 kg flokkur Í +105 kg flokki voru tveir keppendur, Ásgeir Bjarnason, FH og Gísli Kristjánsson, Ármanni. Ásgeir byrjaði fremur illa á því að mistakast tvisvar að snara 120 kg og var þar með kominn í stóra hættu með að falla úr keppni með því að mistakast í öllum þremur tilraunum í snörun. En í stað þess bað hann um að þyngdin á stönginni yrði aukin í 123 kg og lyfti þeirri þyngd léttilega. Ásgeir jafnhattaði síðan 140 kg, 146 kg og loks 151 kg, sem er persónulegt met fyrir Ásgeir. Gísli Kristjánsson var stjarna mótsins meðal fullorðinna. Hann snaraði fyrst 130 kg, síðan 135 kg og loks 140 kg. Allt voru þetta gullfallegar lyftur, enda er Gísli þekktur fyrir fagra snörun. Gísli jafnhattaði síðan fyrst 155 kg, síðan 160 kg og loks 165 kg. Gísli missti því ekki eina einustu lyftu á mótinu. Gísli Kristjánsson.Gísli er Íslandsmeistari í +105kg flokki í ólympískum lyftingum 2009 og Ásgeir varð í öðru sæti. Gísli sigraði örugglega í stigakeppni mótsins, fékk 324 Sinclair stig, þar sem keppendur eru bornir saman með tilliti til bæði líkamsþyngdar og samanlagðs árangurs.
Innlendar Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira