Lífið

Ljóðabók Birnu selst best í fiskbúðinni

Birna Þórðardóttir segir að ljóðabók sín „Birna þó..." seljist einna best í Fiskbúðinni á Freyjugötu 1. Af þeim sökum efnir hún til ljóðalesturs í búðinni í dag, mánudag og hefst lesturinn klukkan fimm.

Dagskráin sem Birna flytrur hefur hlotið nafnið „Ljóð og fiskur á jólaföstu" og mun Kormákur Bragason úr drengjabandinu Gæðablóð annast undirleik við lesturinn.

Dagskráin verður svo endurtekin næsta mánudag á sama tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.