Báður Eyþórsson hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs karla í körfubolta skipað leikmönnum átján ára og yngri.
Fram kemur á vef KKÍ að Bárður muni á næstu dögum boða til æfinga hjá landsliðinu sem haldnar verða í kringum jólin.
Liðið mun til að mynda taka þátt í Norðurlandamóti á næsta ári en það verður haldið í Solna í Svíþjóð.
Bárður er þjálfari meistaraflokks Fjölnis sem leikur í Iceland Express deild karla.