Löglegt? Siðlegt? Þorvaldur Gylfason skrifar 25. júní 2009 08:17 Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSave-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármálaráðherra við Breta og Hollendinga um greiðslur vegna ábyrgðanna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð innlána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Sigurður Líndal prófessor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla. Hvers vegna telja þjóðir Evrópu, að Íslendingum beri að greiða þessar ábyrgðir? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hefur svarað spurningunni skýrt í DV: „...meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Þetta sjónarmið er skiljanlegt af sjónarhóli Evrópuþjóðanna og verður ekki vefengt. Orð skulu standa Í skýrslu sinni handa utanríkisráðuneytinu bendir Jakob Möller hæstaréttarlögmaður einnig á, að ítrekaðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda um, að staðið yrði við skuldbindingar íslenzku bankanna samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um tryggingasjóði, bindi hendur stjórnvalda og samningar séu því nauðsynlegir og dómstólaleiðin komi af þeim sökum ekki til álita. Þetta sjónarmið verður ekki heldur vefengt. Hver vill vitandi vits eiga viðskipti við mann, sem er þekktur að því að víkja sér undan að efna gefin loforð með þeim rökum, að honum beri ekki lagaskylda til þess? Sjónarmið Breta Hugsum okkur, að úr því fengist skorið fyrir rétti, að Íslendingum bæri ekki lagaskylda til að greiða IceSave-ábyrgðirnar. Myndu Bretar þá með fulltingi annarra Evrópuþjóða falla frá kröfum sínum á hendur Íslendingum? Svarið er nei, ekki endilega. Krafa Breta væri þá siðferðileg frekar en lagaleg. Skoðum ábyrgð Íslendinga á málefnum Landsbankans af sjónarhóli Breta. Ríkisstjórn Íslands seldi fyrir fáeinum árum ráðandi hlut í Landsbankanum í hendur feðgum tveim við þriðja mann. Faðirinn, Björgólfur Guðmundsson, gerðist formaður bankastjórnarinnar og gerði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins að varaformanni sínum. Björgólfur eldri hafði þá sérstöðu meðal hugsanlegra kaupenda Landsbankans, að hann hafði fengið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir bókhaldsbrot. Virt erlend dagblöð, þar á meðal Financial Times og Guardian á Bretlandi og Welt am Sonntag í Þýzkalandi, hafa velt vöngum yfir umsvifum Björgólfs Thors Björgólfssonar í Búlgaríu og annars staðar og hugsanlegum tengslum hans og þá um leið Landsbankans við rússneska auðmenn. Þrálátur orðrómur um fjárböðun íslenzkra banka fyrir rússneska auðkýfinga horfir nú öðruvísi við en áður. Íslendingar og umheimurinn eiga heimtingu á að fá að vita, hvort orðrómurinn á við rök að styðjast. Aðrar þjóðir hljóta að þurfa að fá að læra af mistökum íslenzkra banka og stjórnvalda, enda hafa þær ákveðið að rétta Íslandi hjálparhönd í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari hljóta að taka þessa hlið málsins til vandlegrar skoðunar. Í góðri trú Bretar væru hirðulausir um eigin hag, ef þeir hefðu ekki kynnt sér sögu Landsbankans og feril eigenda hans. Leyniþjónusta Hennar hátignar fer létt með slíkt. Ríkisstjórn Íslands vandaði ekki vel til einkavæðingar Landsbankans. Gögn, sem forsætisráðuneytið hefur nú birt, taka af öll tvímæli um það. Íslenzkir ráðamenn voru sumir í vel þekktu vinfengi við Landsbankafeðgana. Forsætisráðherra sagðist reyna að hitta soninn í hvert sinn, sem hann kæmi til Íslands. Seta framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins við hlið Björgólfs eldra í bankaráðinu sendi sömu skilaboð. Bankastjórarnir sögðust hafa ríkisábyrgð. Stjórnvöld sögðust fram að hruni mundu styðja við bankana, ef á þyrfti að halda. Viðskiptavinir Landsbankans á Bretlandi voru því í góðri trú. Þess vegna kunna Bretar og aðrir að líta svo á, að Íslendingum beri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögunum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun
Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor hafa í nokkrum greinum í Morgunblaðinu fært rök að því, að Íslendingum beri ekki lagaskylda til að axla IceSave-ábyrgðirnar og að Alþingi eigi því að hafna samningi fjármálaráðherra við Breta og Hollendinga um greiðslur vegna ábyrgðanna. Þeir Lárus og Stefán Már hafa lýst eftir rökstuðningi fyrir því, að íslenzka ríkinu beri að lögum að efla Tryggingasjóð innlána umfram lögbundið lágmark og greiða ábyrgðirnar, en þau rök hafa ekki komið fram, segja þeir, hvorki innan þings né utan. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Sigurður Líndal prófessor hafa líkt og Lárus og Stefán Már lýst þeirri skoðun í fjölmiðlum, að rétt væri að vísa málinu til dómstóla. Hvers vegna telja þjóðir Evrópu, að Íslendingum beri að greiða þessar ábyrgðir? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hefur svarað spurningunni skýrt í DV: „...meginástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara með málið fyrir dóm var sú að ekki mátti leika vafi á að innistæður væru tryggðar. Ef menn féllust á að fá úr því skorið fyrir dómi mundi skapast réttaróvissa um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi. Þar með hefði innistæðueigandi á Spáni, í Frakklandi eða annars staðar fengið tilefni til að efast um tryggingarnar og tekið út sparifé sitt. Slík réttaróvissa er óhugsandi.“ Þetta sjónarmið er skiljanlegt af sjónarhóli Evrópuþjóðanna og verður ekki vefengt. Orð skulu standa Í skýrslu sinni handa utanríkisráðuneytinu bendir Jakob Möller hæstaréttarlögmaður einnig á, að ítrekaðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda um, að staðið yrði við skuldbindingar íslenzku bankanna samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um tryggingasjóði, bindi hendur stjórnvalda og samningar séu því nauðsynlegir og dómstólaleiðin komi af þeim sökum ekki til álita. Þetta sjónarmið verður ekki heldur vefengt. Hver vill vitandi vits eiga viðskipti við mann, sem er þekktur að því að víkja sér undan að efna gefin loforð með þeim rökum, að honum beri ekki lagaskylda til þess? Sjónarmið Breta Hugsum okkur, að úr því fengist skorið fyrir rétti, að Íslendingum bæri ekki lagaskylda til að greiða IceSave-ábyrgðirnar. Myndu Bretar þá með fulltingi annarra Evrópuþjóða falla frá kröfum sínum á hendur Íslendingum? Svarið er nei, ekki endilega. Krafa Breta væri þá siðferðileg frekar en lagaleg. Skoðum ábyrgð Íslendinga á málefnum Landsbankans af sjónarhóli Breta. Ríkisstjórn Íslands seldi fyrir fáeinum árum ráðandi hlut í Landsbankanum í hendur feðgum tveim við þriðja mann. Faðirinn, Björgólfur Guðmundsson, gerðist formaður bankastjórnarinnar og gerði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins að varaformanni sínum. Björgólfur eldri hafði þá sérstöðu meðal hugsanlegra kaupenda Landsbankans, að hann hafði fengið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir bókhaldsbrot. Virt erlend dagblöð, þar á meðal Financial Times og Guardian á Bretlandi og Welt am Sonntag í Þýzkalandi, hafa velt vöngum yfir umsvifum Björgólfs Thors Björgólfssonar í Búlgaríu og annars staðar og hugsanlegum tengslum hans og þá um leið Landsbankans við rússneska auðmenn. Þrálátur orðrómur um fjárböðun íslenzkra banka fyrir rússneska auðkýfinga horfir nú öðruvísi við en áður. Íslendingar og umheimurinn eiga heimtingu á að fá að vita, hvort orðrómurinn á við rök að styðjast. Aðrar þjóðir hljóta að þurfa að fá að læra af mistökum íslenzkra banka og stjórnvalda, enda hafa þær ákveðið að rétta Íslandi hjálparhönd í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Rannsóknarnefnd Alþingis og sérstakur saksóknari hljóta að taka þessa hlið málsins til vandlegrar skoðunar. Í góðri trú Bretar væru hirðulausir um eigin hag, ef þeir hefðu ekki kynnt sér sögu Landsbankans og feril eigenda hans. Leyniþjónusta Hennar hátignar fer létt með slíkt. Ríkisstjórn Íslands vandaði ekki vel til einkavæðingar Landsbankans. Gögn, sem forsætisráðuneytið hefur nú birt, taka af öll tvímæli um það. Íslenzkir ráðamenn voru sumir í vel þekktu vinfengi við Landsbankafeðgana. Forsætisráðherra sagðist reyna að hitta soninn í hvert sinn, sem hann kæmi til Íslands. Seta framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins við hlið Björgólfs eldra í bankaráðinu sendi sömu skilaboð. Bankastjórarnir sögðust hafa ríkisábyrgð. Stjórnvöld sögðust fram að hruni mundu styðja við bankana, ef á þyrfti að halda. Viðskiptavinir Landsbankans á Bretlandi voru því í góðri trú. Þess vegna kunna Bretar og aðrir að líta svo á, að Íslendingum beri siðferðileg skylda til að axla ábyrgð á Landsbankanum hvað sem lögunum líður.