Lífið

Kimi í jólaskapi

Hljómsveitin Sudden Weather Change spilar á tónleikunum á laugardaginn.
Hljómsveitin Sudden Weather Change spilar á tónleikunum á laugardaginn.

Útgáfufyrirtækið Kimi Records heldur árlegan útgáfu- og jólafögnuð sinn á Sódómu Reykjavík laugardaginn 12. desember. Þar stíga á svið fimm hljómsveitir sem allar hafa gefið út hjá Kimi á árinu. Þær eru Sudden Weather Change, Retrön, Morðingjarnir, Kimono og Me, The Slumbering Napoleon. Miðaverð er 1.000 krónur. Einnig er hægt að borga 2.000 krónur og fá plötu í kaupbæti.

Kimi Records ætlar einnig að gefa áhugasömum jólasafnplötu á rafrænu formi. Hún nefnist Jólasteik Kimi Records 2009 og inniheldur tvö lög frá hverri af þeim hljómsveitum sem gáfu út hjá Kimi á árinu. Plötuna má nálgast í vefbúðum Kimi Records, www.kimirecords.net og kimi.grapewire.net, frá og með degi íslenskrar tungu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.