Viðskipti innlent

DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum

Kári Stefánsson, forstjóri deCode.
Kári Stefánsson, forstjóri deCode.
DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×