Sport

Íslandsmet hjá Ragnheiði - Hrafnhildur nálægt meti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir. Mynd/Anton

Íslenska sundfólkið heldur áfram að gera það gott á Heimsmeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu því nú í morgun féll enn eitt Íslandsmetið.

Ragnheiður Ragnarsdóttir úr Sunddeild KR bætti Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi þegar hún synti á tímanum 25,55 en hún átti einnig gamla metið sem var 25,62.

Tíminn skilaði Ragnheiði í 26. sæti af 167 keppendum sem er glæsilegur árangur.

Þá var Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar ekki langt frá því að bæta eigið met í 50 metra bringusundi í morgun þegar hún synti á tímanum 32,71 en Íslandsmetið hennar í greininni er 32,56.

Hrafnhildur varð í 47. sæti af 113 keppendum.

Allir íslensku sundmennirnir hafa nú lokið keppni í Róm og geta verið ánægðir með sitt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×