Lífið

Í hörku formi og æfir daglega

Friðrika æfir daglega í World Class, Laugum og gengur reglulega á fjöll. Hún segir hreyfinguna engan lúxus, heldur lífsnauðsyn.
Fréttablaðið/Vilhelm
Friðrika æfir daglega í World Class, Laugum og gengur reglulega á fjöll. Hún segir hreyfinguna engan lúxus, heldur lífsnauðsyn. Fréttablaðið/Vilhelm

„Ég byrjaði að æfa á fullu fyrir svona ári síðan og sökkti mér þá í þetta,“ segir Friðrika Hjördís sjónvarpskokkur og þáttastjórnandi Wipe out. Óhætt er að segja að Friðrika sé í fanta formi, enda æfir hún daglega í Laugum World Class og gengur reglulega á fjöll.

„Ég mæti eiginlega bara til að geta borðað meira. Mér finnst hrikalega gott að borða og er mikill nautnaseggur svo ef ég mætti ekki veit ég ekki hvar þetta myndi enda,“ segir Friðrika og hlær, en viðurkennir að með aukinni líkamsrækt kalli líkaminn á hollari mat.

„Ég fer ekki eftir neinu prógrami og hef engan sérstakan metnað fyrir því að vera með eitthvað „sixpack. Þetta er ekki eitthvað átak hjá mér heldur hluti af mínu lífi. Svo er þetta líka bara svo gott fyrir sálina,“ útskýrir Friðrika og segist hafa litla trú á skyndikúrum. „Ef fólk ætlar að koma sér í gott form er þetta bara spurning um að borða skynsamlega og æfa meira.“

Sýningar á Wipe out hefjast 11. desember og aðspurð segist Friðrika vera orðin spennt að sjá útkomuna. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég veit að það eru margir sem bíða spenntir eftir að horfa. Það góða við þessa þætti er að það eru svo margir að ögra sjálfum sér. Við erum alltaf að passa okkur að gera okkur ekki að fíflum, en þarna er fólk að fara út fyrir þægindahringinn, sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ segir hún. -ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.