Lífið

Garland og Elton John í guðatölu

Elton John hefur verið kjörinn mesta karlkyns átrúnaðargoð allra tíma í nýrri skoðanakönnun.
Elton John hefur verið kjörinn mesta karlkyns átrúnaðargoð allra tíma í nýrri skoðanakönnun.

Tónlistarmaðurinn Elton John og leikkonan Judy Garland hafa verið kjörin mestu átrúnaðargoð allra tíma í nýrri skoðanakönnun sem var gerð á meðal samkynhneigðra.

Elton John giftist kærasta sínum til langs tíma, David Furnish, í borgaralegri athöfn fyrir fjórum árum. Söngvarinn hefur notið mikilla vinsælda um árin og kemur valið því kannski lítið á óvart. Á meðal annarra sem komust á karlalistann voru Freddie Mercury, hinn sálugi söngvari Queen, leikarinn Stephen Fry og tónlistarmaðurinnn George Michael. Eini gagnkynhneigði maðurinn á listanum er metrómaðurinn og fótboltatöffarinn David Beckham sem hefur bæði spilað í Bandaríkjunum og á Ítalíu að undanförnu.

Valið á Judy Garland, sem lést árið 1969 aðeins 47 ára, kemur heldur ekki á óvart. Þrátt fyrir gagnkynhneigð sína hefur hún lengi verið í guðatölu hjá samkynhneigðum. Spilar þar inn í stuðningur hennar við réttindabaráttu homma í Bandaríkjunum auk þess sem eftirminnileg frammistaða hennar sem Dorothy Gale í söngvamyndinni vinsælu The Wizard of Oz hefur ekki skemmt fyrir. Athygli vekur að dóttir hennar, leik- og söngkonan Lisa Minnelli, kemst einnig á listann.

Á kvennalistanum fengu fleiri frægar gagnkynhneigðar söngkonur einnig góða kosningu, þar á meðal Kylie Minogue, Madonna og Cher. Þær eru allar þekktar fyrir djarfa og skrautlega sviðsframkomu og virðist það hafa höfðað vel til þeirra sem tóku þátt í könnuninni. „Það vekur athygli að aðeins einn af körlunum sem komust á topp tíu listann er gagnkynhneigður, David Beckham. Á sama tíma eru flestar konurnar sem urðu fyrir valinu gagnkynhneigðar,“ sagði talsmaður Onepoll, sem framkvæmdi könnunina.

Hollywood-stjarnan Marilyn Monroe fær einnig sinn sess á listanum. Hún hefur ávallt notið vinsælda, jafnt hjá gagn- og samkynhneigðum, enda þótti hún kynþokkafull með eindæmum þegar hún var uppi.

Þessi voru nefnd á nafn Flestir samkynhneigðir völdu Judy Garland sem mesta átrúnaðargoðið í kvennaflokki. Kylie Minogue komst einnig á þann lista. Elton John er helsta átrúnaðargoðið í karlaflokki ásamt David Beckham.
f


f





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.