Lífið

Í sjokki yfir grein Politiken

politiken Stór grein um Þórarin Leifsson og nýjustu bók hans birtist í danska blaðinu Politiken<B> um helgina.</B>
politiken Stór grein um Þórarin Leifsson og nýjustu bók hans birtist í danska blaðinu Politiken<B> um helgina.</B>

„Ég er eiginlega í sjokki, ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið," segir rithöfundurinn Þórarinn Leifsson. Á laugardaginn birtist við hann tveggja blaðsíðna viðtal í bókmenntakálfi danska dagblaðsins Politiken vegna barnabókar hans Leyndarmálið hans pabba. Einnig var heilsíðu teikning eftir hann birt í blaðinu „Ég hélt að þetta myndi fá hálfsíðu. Þetta var eins og köld vatnsgusa framan í mig því það er mjög óvenjulegt að barnabók fái svona mikla umfjöllun. Ég yrði sáttur við svona umfjöllun einu sinni á tíu árum," segir Þórarinn sigri hrósandi.

Í greininni er hann sagður Roald Dahl Íslands en Roald er þekktastur fyrir ævintýrin um Willy Wonka og Jóa og baunagrasið. Áður hafði Þórarni verið líkt við danska skáldið Ole Lund Kirkegaard.

Þórarinn segir að þessi góða umfjöllun hafi mikla þýðingu fyrir sig. „Bókasafn ömmu Huldar (nýjasta bók Þórarins) kemur út í Danmörku á næsta ári og þetta hjálpar vægast sagt mjög mikið við að kynna þá bók."

Leyndarmálið hans pabba fjallar um systkini sem komast að því að pabbi þeirra er mannæta. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum kynnti Þórarinn hana með óvenjulegum hætti á bókamessu þegar hann bauð gestum og gangandi upp á fingramat sem líktist mannakjöti. Vakti það að vonum gríðarlega athygli á meðal viðstaddra. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.