Fordæmi og fyrirmyndir 10. september 2009 06:00 Þegar fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gekk á fund forseta hinn 10. maí síðastliðinn voru tíu ráðherrar í hópnum. Þegar núverandi ríkisstjórn kvaddi forsetann síðar sama dag gengu tólf ráðherra út um dyrnar á Bessastöðum. Fór þar forgörðum gott tækifæri til að senda strax út skilaboð um að sparnaður og ráðdeild yrðu aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar. Kostnaðurinn við tíu ráðherra er örugglega minni en við tólf. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt gert ráð fyrir fækkun ráðuneyta á kjörtímabilinu. Í sáttmálanum er sérstakur kafli helgaður þessum fyrirhuguðu stjórnkerfisumbótum. Þar kemur fram að ætlunin er að fækka ráðuneytunum í áföngum. Við þá vinnu verður forgangsraðað upp á nýtt þar sem þess er þörf og verkaskiptingu breytt til að ná sem mestum samlegðaráhrifum, eins og þar er skrifað. Verkstjóri þessara breytinga skal vera forsætisráðherra. Í sáttmálanum kemur kemur fram hvaða ráðuneyti stendur til að sameina. Undir nýju innanríkisráðuneyti verða til dæmis samgöngu-, dóms- og kirkjumál ásamt nýjum málaflokkum. Og undir nýtt atvinnuvegaráðuneyti færast meðal annars málefni landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Við þessar breytingar fækkar ráðuneytum aðeins um tvö, úr tólf í tíu. Það er örugglega svigrúm til að ganga lengra. Ekki veitir af í þeim sparnaði sem er nauðsynlegur. Mennta- og menningarmál eiga til dæmis vel heima inni í nýju innanríkisráðuneyti. Það eru mikil vonbrigði að forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna skyldu ekki strax við fæðingu ríkisstjórnarinnar taka ákveðin skref í átt að þeim breytingum sem eru boðaðar í stjórnarsáttmálanum. Þetta skiptir máli því á næstu vikum verða kynntar hugmyndir um mesta niðurskurð ríkisútgjalda í sögu lýðveldisins. Þar munu meðal annars koma fram ýmsar róttækar tillögur um sameiningu ríkisstofnana með tilheyrandi fækkun stjórnenda hjá ríkinu. Ríkisstjórnin hefði getið gengið á undan með góðu fordæmi strax í vor, en kaus að gera það ekki. Erfitt er að meta það þrekleysi á annan veg en að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafi guggnað á því að taka þann slag við samherja sína að persónulegum metnaði þeirra yrði ekki svalað með ráðherrastól. Úr þessu er hægt að bæta með því að fela tveimur ráðherrum stjórn þeirra ráðuneyta sem á að sameina samkvæmt stjórnarsáttmálanum, í stað þeirra fjögurra sem sitja þar nú. Til dundurs geta menn velt því fyrir sér hver tvö af Rögnu Árnadóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Jóni Bjarnasyni og Kristjáni Möller það ættu að vera. Nú, eða ef til vill ekkert þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Þegar fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gekk á fund forseta hinn 10. maí síðastliðinn voru tíu ráðherrar í hópnum. Þegar núverandi ríkisstjórn kvaddi forsetann síðar sama dag gengu tólf ráðherra út um dyrnar á Bessastöðum. Fór þar forgörðum gott tækifæri til að senda strax út skilaboð um að sparnaður og ráðdeild yrðu aðalsmerki þessarar ríkisstjórnar. Kostnaðurinn við tíu ráðherra er örugglega minni en við tólf. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er einmitt gert ráð fyrir fækkun ráðuneyta á kjörtímabilinu. Í sáttmálanum er sérstakur kafli helgaður þessum fyrirhuguðu stjórnkerfisumbótum. Þar kemur fram að ætlunin er að fækka ráðuneytunum í áföngum. Við þá vinnu verður forgangsraðað upp á nýtt þar sem þess er þörf og verkaskiptingu breytt til að ná sem mestum samlegðaráhrifum, eins og þar er skrifað. Verkstjóri þessara breytinga skal vera forsætisráðherra. Í sáttmálanum kemur kemur fram hvaða ráðuneyti stendur til að sameina. Undir nýju innanríkisráðuneyti verða til dæmis samgöngu-, dóms- og kirkjumál ásamt nýjum málaflokkum. Og undir nýtt atvinnuvegaráðuneyti færast meðal annars málefni landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Við þessar breytingar fækkar ráðuneytum aðeins um tvö, úr tólf í tíu. Það er örugglega svigrúm til að ganga lengra. Ekki veitir af í þeim sparnaði sem er nauðsynlegur. Mennta- og menningarmál eiga til dæmis vel heima inni í nýju innanríkisráðuneyti. Það eru mikil vonbrigði að forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna skyldu ekki strax við fæðingu ríkisstjórnarinnar taka ákveðin skref í átt að þeim breytingum sem eru boðaðar í stjórnarsáttmálanum. Þetta skiptir máli því á næstu vikum verða kynntar hugmyndir um mesta niðurskurð ríkisútgjalda í sögu lýðveldisins. Þar munu meðal annars koma fram ýmsar róttækar tillögur um sameiningu ríkisstofnana með tilheyrandi fækkun stjórnenda hjá ríkinu. Ríkisstjórnin hefði getið gengið á undan með góðu fordæmi strax í vor, en kaus að gera það ekki. Erfitt er að meta það þrekleysi á annan veg en að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafi guggnað á því að taka þann slag við samherja sína að persónulegum metnaði þeirra yrði ekki svalað með ráðherrastól. Úr þessu er hægt að bæta með því að fela tveimur ráðherrum stjórn þeirra ráðuneyta sem á að sameina samkvæmt stjórnarsáttmálanum, í stað þeirra fjögurra sem sitja þar nú. Til dundurs geta menn velt því fyrir sér hver tvö af Rögnu Árnadóttur, Katrínu Júlíusdóttur, Jóni Bjarnasyni og Kristjáni Möller það ættu að vera. Nú, eða ef til vill ekkert þeirra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun