Körfubolti

Grindavík fær nýjan Kana - Flake snýr aftur á klakann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Darrell Flake tekur við verðlaunum fyrir lið umferða 9-15 í Iceland Express-deild karla veturinn 2008.
Darrell Flake tekur við verðlaunum fyrir lið umferða 9-15 í Iceland Express-deild karla veturinn 2008. Mynd/E. Stefán

Grindvíkingar hafa styrkt sig fyrir átökin í Iceland Express-deild karla í körfubolta en Darrell Flake er genginn í raðir félagsins en Suðurnesjafélagið losaði sig sem kunnugt er við Amani Bin Daanish á dögunum.

Flake hefur mikla reynslu á að spila á Íslandi og hefur áður leikið með KR, Fjölni, Skallagrími, Breiðabliki og Tindastóli og Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir það hafa haft mikið að segja um að hann hefði verið fyrir valinu.

„Það á allt að vera frágengið og hann kemur með flugi í fyrramálið og ætti að verða klár í slaginn á fimmtudag. Þú leitar náttúrulega fyrst að manni sem hefur reynsluna á að spila á klakanum og Friðrik [Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur] vildi fá þekkta stærð. Því varð Flake fyrir valinu, þar sem hann er dugnaðarforkur og hefur skilað fínum tölum þegar hann hefur spilað hér á landi," sagði Magnús Andri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×