Hjálpar Íslendingum að versla 27. nóvember 2009 06:00 Verslar og sendir Elísabet gefur Íslendingum tækifæri á að versla í búðum á borð við H&M, Gina Tricot, Din sko, Acne og Monki og sendir þeim vöruna heim. „Ég er bara búin að vera í búðum frá því að ég opnaði síðuna á mánudaginn," segir Elísabet Gunnarsdóttir. Hún hefur nú opnað vefsíðu þar sem hún gefur Íslendingum möguleika á að versla í öllum helstu tískuvöruverslunum í Svíþjóð og sendir fólki vörurnar heim. Þá getur fólk ýmist verslað sjálft í netverslunum búða sem senda ekki til Íslands í gegnum heimilisfang Elísabetar, eða beðið hana að kaupa tilteknar vörur og senda sér gegn vægu þjónustugjaldi. „Ég held að það hafi tíu þúsund manns heimsótt síðuna fyrsta sólarhringinn og ég er búin að fá mjög margar pantanir. Ég er bara nýflutt hingað út, en kærastinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, er að spila handbolta með HK Drott. Ég er búin að vinna hjá NTC í mörg ár heima og verið mikið í kringum föt og tísku frá því að ég man eftir mér. Mér fannst þetta henta mjög vel fyrir mig núna þar sem ég er í fæðingarorlofi. Þetta hentar líka vel núna í ástandinu heima, því 2007 gátu allir skellt sér í verslunarferðir, en nú er það ekki lengur inni í myndinni," útskýrir Elísabet og segist mest hafa verið í skókaupum fyrir viðskiptavini síðustu daga. „Ég tek 2.500 krónur fyrir að kaupa flík eða vöru og svo bætast við 1.000 krónur við fyrir hverja flík sem ég kaupi í viðbót auk sendingarkostnaðar, en teknar eru 2.500 krónur ef verslað er í netverslun og sent á mitt heimilisfang, óháð fjölda vara. Allir hafa verið mjög sáttir við þetta og mér finnst þetta rosalega gaman. Ég hef ekki efni á að kaupa allt sem mig langar í svo það er flott að geta gert það fyrir aðra," bætir hún við. Frekari upplýsingar má sjá á síðu Elísabetar, elisabetgunnars.tk. - ag Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Ég er bara búin að vera í búðum frá því að ég opnaði síðuna á mánudaginn," segir Elísabet Gunnarsdóttir. Hún hefur nú opnað vefsíðu þar sem hún gefur Íslendingum möguleika á að versla í öllum helstu tískuvöruverslunum í Svíþjóð og sendir fólki vörurnar heim. Þá getur fólk ýmist verslað sjálft í netverslunum búða sem senda ekki til Íslands í gegnum heimilisfang Elísabetar, eða beðið hana að kaupa tilteknar vörur og senda sér gegn vægu þjónustugjaldi. „Ég held að það hafi tíu þúsund manns heimsótt síðuna fyrsta sólarhringinn og ég er búin að fá mjög margar pantanir. Ég er bara nýflutt hingað út, en kærastinn minn, Gunnar Steinn Jónsson, er að spila handbolta með HK Drott. Ég er búin að vinna hjá NTC í mörg ár heima og verið mikið í kringum föt og tísku frá því að ég man eftir mér. Mér fannst þetta henta mjög vel fyrir mig núna þar sem ég er í fæðingarorlofi. Þetta hentar líka vel núna í ástandinu heima, því 2007 gátu allir skellt sér í verslunarferðir, en nú er það ekki lengur inni í myndinni," útskýrir Elísabet og segist mest hafa verið í skókaupum fyrir viðskiptavini síðustu daga. „Ég tek 2.500 krónur fyrir að kaupa flík eða vöru og svo bætast við 1.000 krónur við fyrir hverja flík sem ég kaupi í viðbót auk sendingarkostnaðar, en teknar eru 2.500 krónur ef verslað er í netverslun og sent á mitt heimilisfang, óháð fjölda vara. Allir hafa verið mjög sáttir við þetta og mér finnst þetta rosalega gaman. Ég hef ekki efni á að kaupa allt sem mig langar í svo það er flott að geta gert það fyrir aðra," bætir hún við. Frekari upplýsingar má sjá á síðu Elísabetar, elisabetgunnars.tk. - ag
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira