Lífið

Meira múm á Havarí

Tvö gigg í dag Múm spilar og spilar.
Tvö gigg í dag Múm spilar og spilar.
Stórhljómsveitin múm lætur ekki staðar numið eftir funheita tónleika í Iðnó í gærkvöldi. Í dag gerir sveitin sig heimakomna í listamannabúllunni Havarí í Austurstræti og heldur þar tónleika kl. 16. Um kvöldið fer múm svo á svið á Nasa þar sem standa yfir fimmtu árlegu Jólagrautstónleikarnir. Hjálmar og Hjaltalín spila líka. Múm verður fyrsta sveitin til að stíga á stokk. Húsið verður opnað klukkan 23 og voru enn til miðar síðast þegar til spurðist. Þeir kosta 2.500 krónur við dyrnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.