Körfubolti

Unnu með 34 stigum þegar Fannar var inn á

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. Mynd/Daníel
KR-ingar sóttu tvö stig til Keflavíkur í gær þar sem þeir unnu fimmtán stiga sigur, 100-85. "Gömlu Keflvíkingarnir" Tommy Johnson og Fannar Ólafsson áttu báðir frábært kvöld en þeir skoruðu saman 52 stig í leiknum og hittu úr 19 af 25 skotum sínum sem gerir magnaða 76 prósent skotnýtingu.

Það munaði sérstaklega mikið um frammistöðu Fannars Ólafssonar, fyrirliða KR, undir körfunum sem sést vel í nýja tölfræðiþætti KKÍ; plús og mínus. KR-liðið vann þær 26 mínútur og 53 sekúndur sem Fannar spilaði með 34 stiga mun (84-50) en tapaði þeim 13 mínútum og 7 sekúndum sem hann sat á bekknum með 19 stigum (16-35).

Fannar Ólafsson lét einnig vita af sér í hinum sígildu tölfræðiþáttum því hann var með 23 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar auk þess að nýta öll níu tveggja stiga skotin sín og 5 af 8 vítum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×