Lífið

Varasamur rauður hnappur

the box Cameron Diaz fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni The Box sem verður frumsýnd á morgun.
the box Cameron Diaz fer með aðalhlutverkið í spennumyndinni The Box sem verður frumsýnd á morgun.

Spennumyndin The Box og hin ævisögulega Coco Chanel verða frumsýndar á morgun.

Cameron Diaz fer með aðalhlutverkið í The Box, sem fjallar um ungt par sem fær sent til sín lítinn viðarkassa með rauðum hnappi. Dularfullur maður kemur daginn eftir og býður þeim eina milljón dala ef þau ýta á hnappinn. Í staðinn mun einhver manneskja, þeim ókunn, láta lífið. Þau hafa einn sólarhring til að gera upp hug sinn og takast á við eigin samvisku á sama tíma og þau reyna að ráða fram úr miklum fjárhagserfiðleikum.

Á meðal annarra leikara eru James Marsden og Frank Langella. Leikstjóri er Richard Kelly, sem vakti mikla athygli með myndinni Donnie Darko sem kom út fyrir átta árum. Síðan þá hefur hann einungis gert eina mynd, Southland Tales, sem féll ekki í góðan jarðveg. The Box fær 6,4 í einkunn af 10 mögulegum á síðunni Imdb.com.

Coco Chanel fjallar um ævi hins vinsæla franska hönnuðar og leið hennar á toppinn í tískuheiminum. Með hlutverk Gabrielle „Coco“ Chanel fer Audrey Tautou, sem síðast vakti heimsathygli í The Da Vinci Code. Coco Chanel fær 6,6 í einkunn á Imdb.com.

Í gær var síðan frumsýnd The Twilight Saga: New Moon sem er önnur myndin um samband Bellu og vampírunnar Edwards Cullen. Myndin hefur verið gríðarlega vel sótt vestanhafs og má reikna með að hún verði ein sú aðsóknarmesta á árinu. Hún fær 4,5 í einkunn á Imdb.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.