Ævisögur poppara fljúga út 3. desember 2009 06:00 Stjörnur ævisagnanna þriggja, Magnús Eiríksson, Gylfi Ægisson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Bækurnar hafa mælst vel fyrir, bæði hjá gagnrýnendum sem og lesendum. Aldrei áður í útgáfusögunni hafa ævisögur poppara verið jafn margar og í ár. Áður var hending ef ein ævisaga um tónlistarmann datt í hús á ári. Og allar þessar bækur virðast ganga mjög vel. Hreinræktaðar poppævisögur eru þrjár: Reyndu aftur, um Magga Eiríks, Sjúddirarí rei, um Gylfa Ægisson og Söknuður, um Vilhjálm Vilhjálmsson. Til viðbótar má nefna Papajazz, um Guðmund Steingrímsson, fyrstu ár dægurtónlistar og djass-senuna, og ævisögu tónskáldsins Jóns Leifs. Stór ástæða fyrir fjölgun poppævisagna er að plötuútgáfan Sena sneri sér að bókaútgáfu í ár og gefur út bækurnar um Gylfa og Vilhjálm, auk doðrantsins 100 bestu plötur Íslandssögunnar. „Okkur fannst að bækur um músík gætu passað vel inn í hjá okkur og því dembdum við okkur í þetta,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Senu. „Við sjáum ekki eftir því, þetta hefur gengið vonum framar. Bæði Gylfi og Villi eru uppseldir hjá okkur og komnir í endurprentun.“ Jón Þór segir Senu eflast í trú sinni á bókaútgáfunni og segir að fyrirtækið sé þegar farið að huga að útgáfum fyrir næsta ár. „Titlunum mun fjölga og við munum ekki bara gefa út fyrir jólin,“ segir hann. Of snemmt sé þó að opinbera hvað um sé að ræða. „Besta vísbendingin um sölu er að ég er búinn að prenta annað upplag,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum um bókina um Magga Eiríks. „Hún gengur bara mjög vel, en ég get ekki svarað nákvæmlega hversu vel fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Tómas sjálfur skrifar bókina um Magnús. Maggi hefur orðið og fer engum vettlingatökum um sjálfan sig. Bókin er bersöglari en maður á að venjast á Íslandi. Í sinni bók hefur Gylfi Ægisson líka orðið og fer heldur ekki mjúklega um eigin feril. Hann leggur öll spilin á borðið. Magnús og Gylfi voru svallarar svo sögurnar litast af því líferni. Í bókinni um Villa Vill er verið að fjalla um löngu látinn mann sem hefur orðið eins konar hálfguð á síðustu árum fyrir sína sígildu popptónlist. Jón Ólafsson er mjög vandvirkur í bókinni og fer vel í saumana á lífshlaupi Vilhjálms. Þar kemur margt á óvart, en einhverjir vilja þó meina að horft sé á söguna í gegnum fullmatt gler. Mjög góð bók engu síður. Vonandi er þessi aukning í ár á stórfínum poppævisögum ekki einsdæmi. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Aldrei áður í útgáfusögunni hafa ævisögur poppara verið jafn margar og í ár. Áður var hending ef ein ævisaga um tónlistarmann datt í hús á ári. Og allar þessar bækur virðast ganga mjög vel. Hreinræktaðar poppævisögur eru þrjár: Reyndu aftur, um Magga Eiríks, Sjúddirarí rei, um Gylfa Ægisson og Söknuður, um Vilhjálm Vilhjálmsson. Til viðbótar má nefna Papajazz, um Guðmund Steingrímsson, fyrstu ár dægurtónlistar og djass-senuna, og ævisögu tónskáldsins Jóns Leifs. Stór ástæða fyrir fjölgun poppævisagna er að plötuútgáfan Sena sneri sér að bókaútgáfu í ár og gefur út bækurnar um Gylfa og Vilhjálm, auk doðrantsins 100 bestu plötur Íslandssögunnar. „Okkur fannst að bækur um músík gætu passað vel inn í hjá okkur og því dembdum við okkur í þetta,“ segir Jón Þór Eyþórsson hjá Senu. „Við sjáum ekki eftir því, þetta hefur gengið vonum framar. Bæði Gylfi og Villi eru uppseldir hjá okkur og komnir í endurprentun.“ Jón Þór segir Senu eflast í trú sinni á bókaútgáfunni og segir að fyrirtækið sé þegar farið að huga að útgáfum fyrir næsta ár. „Titlunum mun fjölga og við munum ekki bara gefa út fyrir jólin,“ segir hann. Of snemmt sé þó að opinbera hvað um sé að ræða. „Besta vísbendingin um sölu er að ég er búinn að prenta annað upplag,“ segir Tómas Hermannsson hjá Sögum um bókina um Magga Eiríks. „Hún gengur bara mjög vel, en ég get ekki svarað nákvæmlega hversu vel fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Tómas sjálfur skrifar bókina um Magnús. Maggi hefur orðið og fer engum vettlingatökum um sjálfan sig. Bókin er bersöglari en maður á að venjast á Íslandi. Í sinni bók hefur Gylfi Ægisson líka orðið og fer heldur ekki mjúklega um eigin feril. Hann leggur öll spilin á borðið. Magnús og Gylfi voru svallarar svo sögurnar litast af því líferni. Í bókinni um Villa Vill er verið að fjalla um löngu látinn mann sem hefur orðið eins konar hálfguð á síðustu árum fyrir sína sígildu popptónlist. Jón Ólafsson er mjög vandvirkur í bókinni og fer vel í saumana á lífshlaupi Vilhjálms. Þar kemur margt á óvart, en einhverjir vilja þó meina að horft sé á söguna í gegnum fullmatt gler. Mjög góð bók engu síður. Vonandi er þessi aukning í ár á stórfínum poppævisögum ekki einsdæmi. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira