Valskonur komnar í úrslitaleikinn - Hrafnhildur í stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2009 13:11 Hrafnhildur Skúladóttir átti mjög góðan leik í dag. Mynd/Arnþór Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik kvenna í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 31-26 sigri á Haukum á Strandgötu. Haukar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þær réðu ekkert við Hrafnhildi Skúladóttur sem átti stórleik. Haukaliðið komust í 5-1 og 9-5 en góður endasprettur Valsliðsins kom liðinu yfir í 15-14 fyrir hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir endaði hálfleikinn með því að skora mark sekúndu áður en hálfleiksflautan gall. Haukaliðið hélt aðeins í Valsliðið á upphafsmínútum seinni hálfleiks en fjögur Valsmörk í röð komu liðinu í 20-16 og eftir það var mótspyrna Haukaliðsins úr sögunni. Valsliðið nýttu sér hver mistök Haukaliðsins á fætur öðrum og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Valsliðið náði mest níu marka forskoti en Haukaliðið náði að minnka muninn aðeins í lokin. Þegar upp var staðið hafði Valur unnið öruggan fimm marka sigur, 31-26. Hrafnhildur Skúladóttir átti stórleik hjá Val og skoraði 11 mörk en það kom ekki að sök að Berglind Íris Hansdóttir var ekki í marki liðsins því Sunneva Einarsdóttir stóð sig vel í hennar forföllum. Brynja Steinsen sýndi líka gamla takt og skoraði 5 mörk fyrir Val. Ramune Pekarskyte (10 mörk) og Erna Þráinsdóttir (8 mörk) voru í sérflokki í sóknarleik hauka og Bryndís Jónsdóttir varði vel í markinu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Nína Björk Arnfinnsdóttir spiluðu ekki með Haukum í dag og munaði miklu um það fyrir stelpurnar hennar Díönu Guðjónsdóttur. Valur mætir annaðhvort Stjörnunni eða Fram í úrslitaleiknum á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram klukkan 18.00 í dag. Valur-Haukar 31-26 (15-14) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 11, Brynja Steinsen 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Nína Kristín Björnsdóttir 2/2, Soffía Rut Gísladóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Sunneve Einarsdóttir varði 17 skot.Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Erna Þráinsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Sandra Sif Sigurðardóttir 1, Tatiana Zukovska 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Tinna Guðrún Barkardóttir 1. Bryndís Jónsdóttir varði 23 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik kvenna í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 31-26 sigri á Haukum á Strandgötu. Haukar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þær réðu ekkert við Hrafnhildi Skúladóttur sem átti stórleik. Haukaliðið komust í 5-1 og 9-5 en góður endasprettur Valsliðsins kom liðinu yfir í 15-14 fyrir hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir endaði hálfleikinn með því að skora mark sekúndu áður en hálfleiksflautan gall. Haukaliðið hélt aðeins í Valsliðið á upphafsmínútum seinni hálfleiks en fjögur Valsmörk í röð komu liðinu í 20-16 og eftir það var mótspyrna Haukaliðsins úr sögunni. Valsliðið nýttu sér hver mistök Haukaliðsins á fætur öðrum og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Valsliðið náði mest níu marka forskoti en Haukaliðið náði að minnka muninn aðeins í lokin. Þegar upp var staðið hafði Valur unnið öruggan fimm marka sigur, 31-26. Hrafnhildur Skúladóttir átti stórleik hjá Val og skoraði 11 mörk en það kom ekki að sök að Berglind Íris Hansdóttir var ekki í marki liðsins því Sunneva Einarsdóttir stóð sig vel í hennar forföllum. Brynja Steinsen sýndi líka gamla takt og skoraði 5 mörk fyrir Val. Ramune Pekarskyte (10 mörk) og Erna Þráinsdóttir (8 mörk) voru í sérflokki í sóknarleik hauka og Bryndís Jónsdóttir varði vel í markinu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Nína Björk Arnfinnsdóttir spiluðu ekki með Haukum í dag og munaði miklu um það fyrir stelpurnar hennar Díönu Guðjónsdóttur. Valur mætir annaðhvort Stjörnunni eða Fram í úrslitaleiknum á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram klukkan 18.00 í dag. Valur-Haukar 31-26 (15-14) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 11, Brynja Steinsen 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Nína Kristín Björnsdóttir 2/2, Soffía Rut Gísladóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Sunneve Einarsdóttir varði 17 skot.Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Erna Þráinsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Sandra Sif Sigurðardóttir 1, Tatiana Zukovska 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Tinna Guðrún Barkardóttir 1. Bryndís Jónsdóttir varði 23 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira