Lífið

ný tímarit

saga. 2009.
saga. 2009.

Saga – tímarit Sögufélagsins er nýkomið út og efnið er fjölbreytt að vanda. Ritstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Hvaða lærdóm má draga af hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20. öld, er spurning heftisins og svara henni þrettán sérfræðingar.

Erla Hulda Halldórsdóttir ræðir við Judith M. Bennett. Guðni Th. Jóhannesson skrifar um landráð í sögulegu samhengi og Svanur Kristjánsson skrifar um kvennahreyfinguna 1907-1927. Guðni Elísson skrifar um hrunið, Már Jónsson um textaútgáfur eða öllu heldur skort á þeim, Guðmundur Hálfdánarson um „okkur“ og „hin“ í umræðunni, Þór Whitehead heldur áfram deilu þeirra Jóns Ólafssonar um hreyfingar kommúnista hér á landi. Helgi Skúli Kjartansson birtir ítardóm um útgáfur tengdar Sigurði Helga Magnússyni, en að auki eru tíu aðrir ritdómar í heftinu sem skartar forsíðumynd af Stjörnu stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu en Goddur gerir grein fyrir því fyrirbæri. Heftið er 148 síður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.