Lífið

Megas og pítsa er góð blanda

Þjóðlegar pítsur Sigurður Karl Jóhannsson, eigandi Bryggjunnar.
Þjóðlegar pítsur Sigurður Karl Jóhannsson, eigandi Bryggjunnar.

„Þetta byrjaði þannig að við spiluðum alltaf tónlist eftir Megas á Bryggjunni á þessum dögum," segir Sigurður Karl Jóhannsson, eigandi pítsustaðarins Bryggjunnar á Akureyri, en þar stendur nú yfir Megasvika. Staðurinn hefur verið opinn í fimmtán mánuði og hefur notið vinsælda, enda eini pítsustaðurinn með eldbakaðar pítsur á Akureyri. Nú stendur yfir sjötta Megasvikan.

„Megas og pítsa er frábær blanda," segir Sigurður. „Megas sjálfur hefur að vísu ekki heiðrað okkur með nærveru sinni enn þá, en ég myndi að sjálfsögðu bjóða honum upp á eitthvað að borða, að minnsta kosti ef hann kæmi á Megasviku."

Sigurður segir Bryggjuna ekki bjóða upp á sérstaka Megaspítsu eins og er, en það gæti alveg gerst. Pítsur Bryggjunnar bera frumleg nöfn eins og Benni Næs, Forstjórinn og Skipstjórinn, og Megaspítsa myndi sóma sér vel í þessum hópi.

„Pítsurnar bera þjóðleg nöfn og nöfnin hafa alltaf einhverja tengingu við pítsurnar," segir Sigurður. „Bóndinn og Bankastjórinn eru vinsælustu pítsurnar okkar. Við vorum með pítsur sem hétu Þingmaðurinn og Forsætisráðherrann en þær voru teknar úr sölu. Það vildi bara enginn kaupa þær!"

- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.