Glock keppir ekki vegna meiðsla 3. október 2009 21:04 Timo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir árekstur við varnarvegg. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans. Þá fær Toyota ekki að nýta krafta varaökumannsins japanska Kobyashi þar sem hann hafði ekki ekið á æfingu í dag, eins og reglur segja til um. Hann fékk ekki undanþágu hjá FIA. Glock fór útaf á mikilli ferð og virtist stýrið ekki virka sem skyldi, en hann skall harkalega á varnarvegg og var fluttur með þyrlu á spítala. Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitilinn með góðum árangri, en hann verður að fá 5 stigum meira en Rubens Barrichello. Þeir ræsa af stað í tíunda og ellefta sæti, en fremstur er Sebastian Vettel sem á möguleika á titlinum líka, en tölfræðilega mun minni nema fyrrnefndu kapparnir gangi illa. Bein útsending er frá japanska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 04.30 í nótt á Stöð 2 Sport, en hann er endursýndur á sunnudagsmorgun. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans. Þá fær Toyota ekki að nýta krafta varaökumannsins japanska Kobyashi þar sem hann hafði ekki ekið á æfingu í dag, eins og reglur segja til um. Hann fékk ekki undanþágu hjá FIA. Glock fór útaf á mikilli ferð og virtist stýrið ekki virka sem skyldi, en hann skall harkalega á varnarvegg og var fluttur með þyrlu á spítala. Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitilinn með góðum árangri, en hann verður að fá 5 stigum meira en Rubens Barrichello. Þeir ræsa af stað í tíunda og ellefta sæti, en fremstur er Sebastian Vettel sem á möguleika á titlinum líka, en tölfræðilega mun minni nema fyrrnefndu kapparnir gangi illa. Bein útsending er frá japanska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 04.30 í nótt á Stöð 2 Sport, en hann er endursýndur á sunnudagsmorgun. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira