Viðskipti erlent

Fellibyljatímabilið hafið, olíuverð hækkar á ný

Fellibyljatímabilið er nú hafið í Karabíska hafinu og hefur það leitt til þess að heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að hafa tekið töluverða dýfu í lok síðustu viku. Það er einkum fellibylurinn Ida sem nú hefur náð inn á Mexíkóflóann sem veldur þessum hækkunum.

Bandaríska léttolían hefur hækkað um dollar í morgun og stendur í 78,4 dollurum á tunnuna en Norðursjávarolían hefur hækkað um 0,9 dollara og stendur í 76,8 dollurum á tunnuna.

Ida hefur haft það í för með sér að olíufélögin í Mexíkóflóa er byrjuð að draga úr framleiðslu sinni og í einhverjum tilvika hafa starfsmenn olíuborpalla verið sendir heim. Þá hefur stærsta olíuhreinsistöðin við flóann, Louisiana Offshore Oil Port, lokað meðan að Ida fer þar um.

Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni er haft eftir Toby Hassall greinanda hjá CWA Global Markerts að fellibyljatímabilið gæti stöðvað framleiðsluna í Mexíkóflóa og að slíkt muni hafa áhrif til hækkunnar á olíuverðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×