Gengi hlutabréfa í Alfesca rauk upp um 20 prósent í Kauphöllinni í dag í uppsveiflu sem hífði báðar vísitölur upp úr lægstu gildum.
Gengi bréfa í Straumi hækkaði um tæp tólf prósent, Bakkavarar um 4,55 prósent, Össurar um 2,78 prósent og Century Aluminum um 1,43 prósent.
Gengi bréfa í Marel Food Systems lækkaði eitt, eða um 0,39 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 3,8 prósent og endaði í 284 stigum en nýja vísitalan (OMXI6) hækkaði um 6,81 prósent og endaði í 851 stigi.