Botnlanginn veittur í kvöld Júlía Margrét Einardóttir skrifar 26. febrúar 2009 00:01 Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar. Fréttablaðið/GVA Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum. Razzie Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum.
Razzie Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira