Lífið

Stjörnur safna fyrir HIV-samtökin

Brosmild. Jónsi í Svörtum fötum, talsmaður Viva Glam, ásamt Þorbjörgu Marinósdóttir blaðakonu.Myndir/Birgir Sigurðsson
Brosmild. Jónsi í Svörtum fötum, talsmaður Viva Glam, ásamt Þorbjörgu Marinósdóttir blaðakonu.Myndir/Birgir Sigurðsson
Síðastliðinn laugardag fór fram söfnun Alnæmissjóðs MAC í Smáralind fyrir HIV-Ísland samtökin. Alnæmissjóður MAC hefur stutt við samtökin um árabil og var þeim afhent ávísun upp á 2,2 milljónir króna á laugardag. Fjárins var aflað með sölu á Viva Glam varalitum og glossum sem seldir eru allt árið um kring, en allur hagnaður af sölunni rennur til sjóðsins. Ákveðið hefur verið að framlag MAC á Íslandi í ár renni til fræðsluverkefnis HIV-Ísland þar sem farið verður í alla grunnskóla landsins með fræðslu. Góð stemning ríkti á söfnunardeginum í Smáralind eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og fjöldi fólks lagði málefninu lið.- ag
Flottur hópur Fjöldi fólks lagði fjáröflun Alnæmissjóðs MAC lið í Smáralind um síðustu helgi.
Safnað í bauka Yesmine og Gillz gengu um Smáralindina og söfnuðu í bauka.


Tóku lagið Þrjár raddir sungu fyrir gesti og gangandi í Smáralind.
Flottir Séra Hjörtur Magni, Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-Ísland, Jónsi í Svörtum fötum, talsmaður Viva Glam, og Gunnlaugur Grétarsson, formaður HIV-Ísland.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.