Handbolti

N1-deild kvenna: Hanna fór á kostum í sigri Hauka

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hanna G. Stefánsdóttir.
Hanna G. Stefánsdóttir. Mynd/Daníel

Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag þar sem Haukar og Fylkir unnu sannfærandi sigra. Haukar gerðu góða ferð norður til Akureyrar og unnu þar KA/Þór 24-34 en staðan í hálfleik var 11-17 gestunum í vil.

Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum með 11 mörk en Ester Óskarsdóttir skoraði 6 mörk gegn sínum gömlu liðsfélögum. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir atkvæðamest með 6 mörk en Arna Valgerður Erlingsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir skoruðu 4 mörk hvor.

Fylkir vann átján marka sigur gegn Víkingi í Víkinni í dag en lokatölur urðu 13-31. Elín Helga Jónsdóttir var markahæst hjá Fylki með 5 mörk en Hildur Harðardóttir, Sigríður Hauksdóttir, Sunna Jónsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 4 mörk hver. Hjá Víkingi var Berglind Halldórsdóttir markahæst með 3 mörk.

Úrslit dagsins:

KA/Þór-Haukar 24-34 (11-17)

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Arna Valgerður Erlingsdóttir 4, Kolbrún G. Einarsdóttir 3, Guðrún Tryggvadóttir 2, Inga Dís Sigurðardóttir 2, Ásdís Sigurðardóttir 2, Emma Havin Sardardóttir 1.

Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 11, Ester Óskarsdóttir 6, Erna Þráinsdóttir 3, Tatjana Zukovska 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 3, Ramune Pekarskyte 3, Nína K. Björnsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Þórdís Helgadóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1.

Víkingur-Fylkir 13-31 (7-16)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×